„Færum geðið inn í ljósið“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2020 11:39 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann vill forgangsraða geðrækt á öllum sviðum lífsins. Grípa þurfi inn í líf fólks mun fyrr. Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Geðhjálp, í samstarfi við Píetasamtökin, hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun á vefsíðunni www.39.is. Skorað er á stjórnvöld og samfélagið allt að setja geðheilsu í forgang. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir brýnt að færa geðið inn í ljósið og setja geðrækt í fyrsta sætið. Átakið kallast 39 en talan vísar til þess fjölda sem féll fyrir eigin hendi árið 2019. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. „Átakinu er í fyrsta lagi ætlað að afhelga töluna, ef ég get komist svo að orði, af því talan hefur verið svo mikið tabú og feimnismál á Íslandi. Fólk deyr. Það fellur fyrir eigin hendi á Íslandi og hefur gert um árabil og í rauninni svo lengi sem við höfum verið hér á jörðinni. Það aðgreinir okkur frá öðrum.“ Geðhjálp vill líka varpa ljósi á orsakaþætti geðheilbrigðis og grípa inn í líf fólks mun fyrr. „Við þurfum að setja fókusinn á geðheilbrigðismál frá fæðingu og út allt lífið. Við erum mjög föst sem samfélag í að hugsa um hvernig við getum leyst málin þegar vandinn er orðinn mjög mikill. Við viljum setja fókusinn á það hvernig við getum komið í veg fyrir að vandinn verði mikill.“ Grímur segir að nú á kórónuveirutímum upplifi langflestir kvíða, einsemd og depurð vegna veirunnar skæðu og sóttvarnaráðstafana. Fólk með geðrænar áskoranir upplifi slíkt nánast daglega í venjulegu árferði. Því þurfi að nýta augnablikið og forgangsraða geðhjálp og geðrækt á öllum sviðum. „Hættum að láta geðið vera í skugganum af því við skiljum það ekki eða áttum okkur ekki á því. Færum geðið inn í ljósið og leyfum því að vera því við erum öll með geð og svo erum við öll með geðheilsu. Geðheilsan er líklega mikilvægasti þátturinn í því hvernig við erum sem manneskjur og þess vegna er svo mikilvægt að setja hana fremst; geðrækt í skólum - geðrækt í lífinu,“ segir Grímur. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þá er einnig hægt að leita til Píeta-samtakanna allan sólarhringinn í síma 552-2218
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira