Juventus dæmdur sigur í leiknum þar sem Napoli mætti ekki til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2020 22:45 Napoli mættu ekki á Allianz-völlinn þegar þeir áttu leik gegn Juventus þann 4. október. Filippo Alfero/Getty Þann 4. október áttu Juventus og Napoli að mætast á Allianz-vellinum í ítölsku úrvalsdeildinni. Gestirnir í Napoli mættu hins vegar aldrei til leiks en heilbrigðisyfirvöld borgarinnar bönnuðu liðinu að ferðast til Tórínó vegna kórónufaraldursins. Þrátt fyrir að vita að Napoli myndi ekki mæta til leiks þá mættu leikmenn Juventus út á völl og hituðu upp líkt og leik væri að ræða. Á endanum var leiknum aflýst 45 mínútum eftir að hann átti að fara fram. Nú hefur ítalska úrvalsdeildin ákveðið að dæma Juventus 3-0 sigur í málinu og taka jafnframt eitt stig af Napoli fyrir að mæta ekki til leiks. Ástæða þess að Napoli fékk ekki leyfi til að ferðast var sú að tveir leikmenn félagsins ásamt meðlimi í starfsliði þess greindust með kórónuveiruna skömmu áður. Piotr Zielinski og Eljif Elmas eru leikmennirnir sem um er ræðir. Napoli hafði vonast til þess að leiknum yrði einfaldlega frestað en nú hefur úrvalsdeildin ákveðið að refsa félaginu fyrir athæfið. Napoli hefur gefið í skyn að þeir muni áfrýja til alþjóða íþróttadómstólsins [CAS] sem og til hæstu íþróttayfirvalda á Ítalíu. Sigur Juventus þýðir að meistararnir fara nú upp í 4. sæti deildarinnar á meðan Napoli dettur niður í það áttunda. Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega 4. október 2020 20:46 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Þann 4. október áttu Juventus og Napoli að mætast á Allianz-vellinum í ítölsku úrvalsdeildinni. Gestirnir í Napoli mættu hins vegar aldrei til leiks en heilbrigðisyfirvöld borgarinnar bönnuðu liðinu að ferðast til Tórínó vegna kórónufaraldursins. Þrátt fyrir að vita að Napoli myndi ekki mæta til leiks þá mættu leikmenn Juventus út á völl og hituðu upp líkt og leik væri að ræða. Á endanum var leiknum aflýst 45 mínútum eftir að hann átti að fara fram. Nú hefur ítalska úrvalsdeildin ákveðið að dæma Juventus 3-0 sigur í málinu og taka jafnframt eitt stig af Napoli fyrir að mæta ekki til leiks. Ástæða þess að Napoli fékk ekki leyfi til að ferðast var sú að tveir leikmenn félagsins ásamt meðlimi í starfsliði þess greindust með kórónuveiruna skömmu áður. Piotr Zielinski og Eljif Elmas eru leikmennirnir sem um er ræðir. Napoli hafði vonast til þess að leiknum yrði einfaldlega frestað en nú hefur úrvalsdeildin ákveðið að refsa félaginu fyrir athæfið. Napoli hefur gefið í skyn að þeir muni áfrýja til alþjóða íþróttadómstólsins [CAS] sem og til hæstu íþróttayfirvalda á Ítalíu. Sigur Juventus þýðir að meistararnir fara nú upp í 4. sæti deildarinnar á meðan Napoli dettur niður í það áttunda.
Fótbolti Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega 4. október 2020 20:46 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Napoli mætti ekki til leiks gegn Juventus Napoli átti að mæta Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Napoli mætti hins vegar ekki til leiks og óljóst er hvort leikurinn verði leikinn síðar eða Napoli gefi hann einfaldlega 4. október 2020 20:46