Tákn af þaki Arnarhvols Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2020 13:26 Stytturnar komnar niður og tilbúnar til flutnings. Láréttar en ekki lóðréttar eins og þær hafa verið undanfarin ár. Vísir/vilhelm Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið. Hún segist þakklát fyrir tækifærið að sýna verk sýn á svo stórkostlegum stað. Næsta ferðalag styttnanna sé handan við hornið. Listaverkið heitir Tákn og er af ellefu mannverum í líkamsstærð. Verkin voru fyrst sýnd í Dresden í Þýskalandi en svo hér á landi í fyrra þegar Listasafn Reykjavíkur lagði áherslu á list í almenningsrými. „Við fundum þennan fína stað sem var einstakur bæði hvað varðar stærðarlega, hlutföll og slíkt. Staðsetningin er mögnuð,“ segir Steinunn á þessum tímamótum. „Okkar tilgangur var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Við höfum tendens til að gleyma umhverfinu og sjá það á vanabundinn hátt. Taka ekki eftir því. Ég held að það hafi gengið upp.“ Svona hafa stytturnar blasað við borgarbúum undanfarna átján mánuði.Vísir/Einar Ríkisstjórnin samþykkti fyrir ári að veita sex milljónum króna af ráðstöfnunarfé ríkisstjórnarinnar til Steinunnar til að geta haft listaverkin á þaki Arnarhvols, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í ár í viðbót. Steinunn segir að hún hafi boðið áðuneytinu að hafa verkið áfram endurgjaldslaust enn um sinn en ákveðið hafi verið að verkið yrði tekið niður. „Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Viðbrögðin hafa verið alveg mögnuð. Bæði náttúrulega fyrst þegar verkin komu fyrst, þá fékk ég mjög mikil viðbrögð. Svo í ljós þegar kom að þau ættu að fara niður. Þá voru líka mikil viðbrögð. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækfæri til að hafa verkið þarna.“ Rætt var við Steinunni við uppsetninguna í maí 2019. Hún segir verkin mögulega enn táknrænni nú í kórónuveirufaraldrinum en fyrir hann. „Verkin stóðu hlið við hlið með réttri fjarlægð á milli. Það var ákveðin samstaða og hugsun sem kom í það. Þetta er hópur.“ Steinunn mun geyma verkin á vinnustofu sinni í bili en framundan er annað ferðalag að henni sögn, sem skýrt verður frá síðar. „Þær fara að fara aftur í ferðalag þegar mál fara að verða eðlileg í heiminum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að verkið var boðið ráðuneytinu áfram til sýningar um sinn endurgjaldslaust. Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið. Hún segist þakklát fyrir tækifærið að sýna verk sýn á svo stórkostlegum stað. Næsta ferðalag styttnanna sé handan við hornið. Listaverkið heitir Tákn og er af ellefu mannverum í líkamsstærð. Verkin voru fyrst sýnd í Dresden í Þýskalandi en svo hér á landi í fyrra þegar Listasafn Reykjavíkur lagði áherslu á list í almenningsrými. „Við fundum þennan fína stað sem var einstakur bæði hvað varðar stærðarlega, hlutföll og slíkt. Staðsetningin er mögnuð,“ segir Steinunn á þessum tímamótum. „Okkar tilgangur var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Við höfum tendens til að gleyma umhverfinu og sjá það á vanabundinn hátt. Taka ekki eftir því. Ég held að það hafi gengið upp.“ Svona hafa stytturnar blasað við borgarbúum undanfarna átján mánuði.Vísir/Einar Ríkisstjórnin samþykkti fyrir ári að veita sex milljónum króna af ráðstöfnunarfé ríkisstjórnarinnar til Steinunnar til að geta haft listaverkin á þaki Arnarhvols, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í ár í viðbót. Steinunn segir að hún hafi boðið áðuneytinu að hafa verkið áfram endurgjaldslaust enn um sinn en ákveðið hafi verið að verkið yrði tekið niður. „Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Viðbrögðin hafa verið alveg mögnuð. Bæði náttúrulega fyrst þegar verkin komu fyrst, þá fékk ég mjög mikil viðbrögð. Svo í ljós þegar kom að þau ættu að fara niður. Þá voru líka mikil viðbrögð. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækfæri til að hafa verkið þarna.“ Rætt var við Steinunni við uppsetninguna í maí 2019. Hún segir verkin mögulega enn táknrænni nú í kórónuveirufaraldrinum en fyrir hann. „Verkin stóðu hlið við hlið með réttri fjarlægð á milli. Það var ákveðin samstaða og hugsun sem kom í það. Þetta er hópur.“ Steinunn mun geyma verkin á vinnustofu sinni í bili en framundan er annað ferðalag að henni sögn, sem skýrt verður frá síðar. „Þær fara að fara aftur í ferðalag þegar mál fara að verða eðlileg í heiminum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að verkið var boðið ráðuneytinu áfram til sýningar um sinn endurgjaldslaust.
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varðað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira