Tákn af þaki Arnarhvols Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. október 2020 13:26 Stytturnar komnar niður og tilbúnar til flutnings. Láréttar en ekki lóðréttar eins og þær hafa verið undanfarin ár. Vísir/vilhelm Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið. Hún segist þakklát fyrir tækifærið að sýna verk sýn á svo stórkostlegum stað. Næsta ferðalag styttnanna sé handan við hornið. Listaverkið heitir Tákn og er af ellefu mannverum í líkamsstærð. Verkin voru fyrst sýnd í Dresden í Þýskalandi en svo hér á landi í fyrra þegar Listasafn Reykjavíkur lagði áherslu á list í almenningsrými. „Við fundum þennan fína stað sem var einstakur bæði hvað varðar stærðarlega, hlutföll og slíkt. Staðsetningin er mögnuð,“ segir Steinunn á þessum tímamótum. „Okkar tilgangur var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Við höfum tendens til að gleyma umhverfinu og sjá það á vanabundinn hátt. Taka ekki eftir því. Ég held að það hafi gengið upp.“ Svona hafa stytturnar blasað við borgarbúum undanfarna átján mánuði.Vísir/Einar Ríkisstjórnin samþykkti fyrir ári að veita sex milljónum króna af ráðstöfnunarfé ríkisstjórnarinnar til Steinunnar til að geta haft listaverkin á þaki Arnarhvols, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í ár í viðbót. Steinunn segir að hún hafi boðið áðuneytinu að hafa verkið áfram endurgjaldslaust enn um sinn en ákveðið hafi verið að verkið yrði tekið niður. „Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Viðbrögðin hafa verið alveg mögnuð. Bæði náttúrulega fyrst þegar verkin komu fyrst, þá fékk ég mjög mikil viðbrögð. Svo í ljós þegar kom að þau ættu að fara niður. Þá voru líka mikil viðbrögð. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækfæri til að hafa verkið þarna.“ Rætt var við Steinunni við uppsetninguna í maí 2019. Hún segir verkin mögulega enn táknrænni nú í kórónuveirufaraldrinum en fyrir hann. „Verkin stóðu hlið við hlið með réttri fjarlægð á milli. Það var ákveðin samstaða og hugsun sem kom í það. Þetta er hópur.“ Steinunn mun geyma verkin á vinnustofu sinni í bili en framundan er annað ferðalag að henni sögn, sem skýrt verður frá síðar. „Þær fara að fara aftur í ferðalag þegar mál fara að verða eðlileg í heiminum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að verkið var boðið ráðuneytinu áfram til sýningar um sinn endurgjaldslaust. Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ellefu styttur í mannsmynd á þaki Arnarhvols voru teknar niður í morgun. Eins og hálfs árs sýningu á listaverki Steinunnar Þórarinsdóttur er lokið. Hún segist þakklát fyrir tækifærið að sýna verk sýn á svo stórkostlegum stað. Næsta ferðalag styttnanna sé handan við hornið. Listaverkið heitir Tákn og er af ellefu mannverum í líkamsstærð. Verkin voru fyrst sýnd í Dresden í Þýskalandi en svo hér á landi í fyrra þegar Listasafn Reykjavíkur lagði áherslu á list í almenningsrými. „Við fundum þennan fína stað sem var einstakur bæði hvað varðar stærðarlega, hlutföll og slíkt. Staðsetningin er mögnuð,“ segir Steinunn á þessum tímamótum. „Okkar tilgangur var að vekja fólk til umhugsunar um umhverfi sitt. Við höfum tendens til að gleyma umhverfinu og sjá það á vanabundinn hátt. Taka ekki eftir því. Ég held að það hafi gengið upp.“ Svona hafa stytturnar blasað við borgarbúum undanfarna átján mánuði.Vísir/Einar Ríkisstjórnin samþykkti fyrir ári að veita sex milljónum króna af ráðstöfnunarfé ríkisstjórnarinnar til Steinunnar til að geta haft listaverkin á þaki Arnarhvols, húsnæði fjármála- og efnahagsráðuneytisins, í ár í viðbót. Steinunn segir að hún hafi boðið áðuneytinu að hafa verkið áfram endurgjaldslaust enn um sinn en ákveðið hafi verið að verkið yrði tekið niður. „Þetta er búið að vera alveg stórkostlegt. Viðbrögðin hafa verið alveg mögnuð. Bæði náttúrulega fyrst þegar verkin komu fyrst, þá fékk ég mjög mikil viðbrögð. Svo í ljós þegar kom að þau ættu að fara niður. Þá voru líka mikil viðbrögð. Ég er glöð og þakklát fyrir að hafa fengið tækfæri til að hafa verkið þarna.“ Rætt var við Steinunni við uppsetninguna í maí 2019. Hún segir verkin mögulega enn táknrænni nú í kórónuveirufaraldrinum en fyrir hann. „Verkin stóðu hlið við hlið með réttri fjarlægð á milli. Það var ákveðin samstaða og hugsun sem kom í það. Þetta er hópur.“ Steinunn mun geyma verkin á vinnustofu sinni í bili en framundan er annað ferðalag að henni sögn, sem skýrt verður frá síðar. „Þær fara að fara aftur í ferðalag þegar mál fara að verða eðlileg í heiminum.“ Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að verkið var boðið ráðuneytinu áfram til sýningar um sinn endurgjaldslaust.
Menning Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira