Seinni bylgjan valdi fimm bestu félagsskiptin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 12:32 Seinni bylgjan valdi bestu félagsskiptin fyrir þetta tímabil í OIís deild karla og hér eru þeir fimm efstu. Skjámynd/S2 Sport Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Olís deildirnar eru komnar í smá frí á meðan íslenska þjóðin nær tökum á kórónuveirufaraldrinum og Seinni bylgjan nýtti tækifærið til að setja saman nokkra topp fimm lista. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, sendi sérfræðingana sína heim með það verkefni að setja saman nokkra athyglisverða topplista. Fyrsti topp fimm listi Seinni bylgjunnar í kórónveiruhléi Olís deildanna í handbolta var listinn yfir fimm bestu félagsskiptin í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. Sérfræðingarnir Einar Andri Einarsson og Ágúst Þór Jóhannsson fóru yfir þau félagsskipti sem enduðu í fimm efstu sætunum. Strákarnir settu félagsskipti Sveins Andra Sveinssonar úr íR í Aftureldingu í fjórða sætið en tóku það fram að þeir vildu hafa Bergvin Þór Gíslason með honum því hann fór alveg sömu leið. Í öðru sæti varð fyrir valinu Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu. „Stefán er búinn að vera frábær í vetur og er núna í fjórða sætinu yfir hæstu prósentu markvörsluna í deildinni. Hann spilaði á löngum köflum nokkuð vel fyrir HK í fyrra og er búinn að koma gríðarlega sterkur inn núna. Hann var í unglingalandsliðum með 90 og 91 hópnum en við höfðum ekki séð mikið af honum síðustu árin. Hann er búinn að flakka á milli margra liða og ekki staldrað mikið við,“ sagði Einar Andri Einarsson „Mér hefur oft fundist hann vera næstum því í gegnum tíðina. Hann er í góðu formi og Grótta spilar mikið sjö á móti sex og hann er mjög fljótur í rammann aftur. Það er flott orka í kringum hann. Ég hef verið hrikalega hrifinn af honum,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson um Stefán Huldar. „Það er þriggja liða barátta á botnunum og hann gæti verið maðurinn sem skilur á milli fyrir Gróttuna á móti hinum tveimur liðunum,“ sagði Einar Andri. Bestu félagsskiptin voru aftur á móti valin með sérstökum hætti því sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu þar öll leikmannakaup KA manna í heild sinni fyrir tímabilið. „Þeir fá frábæra leikmenn eins og Ólaf Gústafsson, Árna Braga Eyjólfsson, Ragnar Snæ Njálsson og svo markmanninn Nicholas Satchwell. Stóra málið fyrir KA var að þeir fengu stórt nafn norður. Þeir fengu einn bita sem stóru liðin fyrir sunnan hefðu viljað ná í. Það var yfirlýsing fyrir þá,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Margir veltu því fyrir sér af hverju þeir væru að skipta um markmann en menn eru ekki í neinum vafa með það núna. Hann er feikilega öflugur, hraður og fljótur að koma boltanum í leik. Þessi vörn sem þeir eru að ná að búa til með Óla og Ragga saman er gríðarlega öflug. Ég er mjög hrifinn af vinnuseminni og kraftinum í Ragga. Hann var góður í fyrra og það var sterkt fyrir KA að fá hann norður,“ sagði Ágúst Þór. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning sérfræðinga Seinni bylgjunnar fyrir vali sínu. Klippa: Seinni bylgjan: Bestu félagsskiptin fyrir 2020-21 tímabilið Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Bestu félagsskipti Olís deildar karla fyrir 2020-21 tímabilið: 5. sæti: Dagur Gautason úr KA í Stjörnuna 4. sæti: Sveinn Andri Sveinsson úr ÍR í Aftureldingu 3. sæti: Vilius Rasimas úr EHV Aue í Selfoss 2. sæti: Stefán Huldar Stefánsson úr HK í Gróttu 1. sæti: Leikmannakaup KA
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira