Sértæk lyf við veirusýkingunni kunni að hjálpa Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. október 2020 20:33 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum, segir stöðuna vera þunga á spítalanum. 23 sjúklingar eru nú inniliggjandi vegna covid-19, þar af þrír á gjörgæslu og einn þeirra er í öndunarvél. Þótt meira álag sé á spítalanum nú en í fyrri bylgju hafa þó færri þurft að leggjast á gjörgæslu vegna covid-19. Lítið er þó um að börn hafi þurft að leggjast inn. „Staðan er náttúrlega frekar þung. Það eru 23 inniliggjandi og þrír á gjörgæsludeild. Í dag fórum við yfir heildarfjölda smitaðra á göngudeildinni og erum með hærri tölu heldur en við vorum með nokkurn tímann í vor, við erum komin yfir ellefu hundruð manns. Þannig að þetta er heldur meira en var í vor en ekki eins margar innlagnir,“ sagði Már í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Nokkrar skýringar komi til greina Hann segir erfitt að segja til um hvað kunni að skýra það að færri hafi nú þurft að leggja inn á gjörgæslu en að ýmislegt kunni að spila þar inn í. „Í fyrsta lagi þá er meiri þekking núna á því hvernig við eigum að meðhöndla fólk. Í öðru lagi þá erum við með sértæk lyf fyrir veirusýkingunni og í þriðja lagi þá má kannski segja það að eðli smitunar í samfélaginu er svolítið öðruvísi. Það er meira um grímunotkun, það má kannski leiða líkur að því að smitefnið sem er að fara í fólk sé minna, og eftir því sem minna fer í fólk á hverjum tíma þá geta veikindi verið léttvægari. En þetta eru allt saman spekúlasjónir,“ segir Már. Börn ekki þurft á innlögn að halda Fram kom einnig í fréttum í kvöld að fleiri börn hafi smitast af kórónuveirunni það sem af er þriðju bylgju faraldursins en í þeirri fyrstu. Það virðist þó ekki þýða að fleiri börn hafi þurft að leita á spítala. „Það hefur ekki þurft að leggja neitt barn inn að mér vitandi. Þau eru ekki alvarlega veik en þetta er stór hópur og hærra hlutfall heldur en var í vor,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Lyf Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Fleiri fréttir „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Sjá meira