Undanfarna daga hefur íslenska landsliðið á snjóbrettum verið við æfingar á Saas Fee jöklinum í Sviss.
Skíðasamband Íslands segir frá ferðinni á heimasíðu sinni en allir fjórir meðlimir landsliðsins eru í æfingaferðinni ásamt Einari Rafni Stefánssyni, landsliðsþjálfara í snjóbrettum.
Æft er á Saas Fee jöklinum í Sviss og eru frábærar aðstæður til snjóbrettaiðkunar. Byrjunin á ferðinni var hins vegar ekki eins og best var á kosið en mikið snjóaði og skyggni var lélegt fyrstu dagana. En eftir þá daga hafa verið gríðarlega góðar aðstæður og parkið virkilega gott.
Saas Fee jökullinn er syðst í Sviss alveg við landamærin við Ítalíu.
Í íslenska snjóbrettalandsliðinu eru þeir Baldur Vilhelmsson (Skíðafélag Akureyrar), Benedikt Friðbjörnsson (Skíðafélag Akureyrar), Egill Gunnar Kristjánsson (Brettafélag Hafnarfjarðar) og Marinó Kristjánsson (Breiðablik).
Posted by Skíðasamband Íslands on Þriðjudagur, 13. október 2020