Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 15:00 Verðlaunaafhendingar eru líka óvenjulegar á COVID-19 tímum eins og sjá má hér þegar Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, sækir sjálf bikarinn eftir sigur í Meistarakeppni HSÍ í haust. Vísir/Halldór Ingi Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira