Sá elsti í sögu landsliðsins er orðinn einu ári eldri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 14:00 Kári Árnason verður vonandi búinn að ná sér sem fyrst af meiðslunum sem hann varð fyrir í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu. Vísir/Vilhelm Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Kári Árnason varð á dögunum elsti útileikmaðurinn til að spila fyrir íslenska landsliðið og í dag heldur hann upp á 38 ára afmælið sitt. Kári Árnason fæddist 13. október 1982 og var því 37 ára, ellefu mánaða og 25 daga þegar hann spilaði umspilsleikinn mikilvæga á móti Rúmeníu fyrir nokkrum dögum. Með því bætti hann tvö met Guðna Bergssonar, núverandi formanns KSÍ sem var áður bæði elsti útileikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi sem og sá elsti sem hefur spilað fyrir Ísland í mótsleik. Kári Árnason á nú bæði þessi met en hann mun þó örugglega ekki ná meti Birkis Kristinssonar sem er eini landsliðsmaður Íslands hefur hefur spilað landsleik eftir fertugsafmælið sitt. Birkir var 40 ára og 3 daga gamall þegar hann hélt hreinu á móti Ítölum á Laugardalsvellinum 18. ágúst 2004. Kári Árnason fagnar 38 ára afmæli ´sínu í dag! Til hamingju með daginn! Kári Árnason celebrates his 38th birthday today!#fyririsland pic.twitter.com/HnUMRBSxlR— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 13, 2020 Kári er nú búinn að spila 62 landsleiki eftir að hann hélt upp á þrítugsafmælið sitt í október 2012 eða daginn eftir 2-1 sigurleik á Albönum í Tirana þar sem Kári lék sinn 23. landsleik. Kári Árnason þurfti að fara meiddur af velli í leiknum á móti Rúmeníu en er ekki fótbrotinn og vonandi verður hann orðinn góður fyrir leikinn á móti Ungverjum í næsta mánuði þar sem sigur kemur íslenska landsliðinu á Evrópumótið næsta sumar. Hér fyrir neðan má sjá elstu leikmenn í sögu íslenska landsliðsins sem og þá útileikmenn sem hafa átt metið sem elsti útileikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í knattspyrnu. Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
Elsti leikmaður til að spila fyrir íslenska landsliðið: 1. Birkir Kristinsson 40 ára og 3 daga (2004) 2. Gunnleifur Gunnleifsson 38 ára 10 mánaða og 21 dags (2014) 3. Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020) 4. Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) 5. Eiður Smári Guðjohnsen 37 ára, 9 mánaða og 18 daga (2016) 6. Hermann Hreiðarsson 37 ára og 30 daga (2011) 7. Hannes Þór Halldórsson 36 ára, 5 mánaða og 14 daga (2020) 8. Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) 9. Emil Hallfreðsson 36 ára, 2 mánaða og 10 daga (2020) 10. Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Þróun metsins yfir elsta útileikmanninn í íslenska landsliðinu: Hermann Hermannsson - 34 ára og 10 mánaða (1949) Albert Guðmundsson - 34 ára, 10 mánaða og 6 daga (1958) Ríkharður Jónsson 35 ára, 8 mánaða og 28 daga (1965) Arnór Guðjohnsen 36 ára, 5 mánaða og 11 daga (1997) Guðni Bergsson 37 ára, 10 mánaða og 21 dags (2003) Kári Árnason 37 ára, 11 mánaða og 25 daga (2020)
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira