„Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 08:04 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur ekki að þjóðin sé að missa þolinmæðina gagnvart sóttvarnareglum og tilmælum yfirvalda og hefur fulla trú á að við komumst í gegnum þetta saman. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, telur að fjöldi þeirra sem greindust smitaðir með kórónuveiruna í gær sé svipaður þeim fjölda sem greindist fyrir helgi, eða um 90 manns. Færri greindust með veiruna um helgina, það er 60 á laugardag og 50 á sunnudag, en færri eru skimaðir fyrir veirunni um helgar en á virkum dögum. Þetta kom fram í viðtali við Víði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aðspurður hvort að tölur gærdagsins, sem birtar verða venju samkvæmt klukkan 11, væru meira í takt við helgina eða föstudaginn sagðist Víðir telja stærðargráðuna svipaða og á föstudag. „Við erum ekki komin með staðfestar tölur gærdagsins en hlutfallið um helgina og það sem við sáum fram eftir degi í gær sýnir að við erum bara á svipuðum stað eins og við höfum verið. Við erum ekki farin að sjá toppinn á þessu ennþá,“ sagði Víðir. Hann sagði að ef þróunin á fjölda smitaðra yrði mjög svipuð og í faraldrinum í vor þá ættu raunverulega lægri tölur að sjást á miðvikudag, fimmtudag og föstudag. „Við verðum bara að bíða aðeins og sjá en mér sýnist á öllu að það sé allavega ekki að gerast í dag.“ Víðir sagði fjöldann sem greindist í gær ekki vonbrigði heldur væri þetta það sem búist var við. „Við vorum að tala um að þetta tæki tíu til fjórtán daga að sjá þetta ef þetta gerist eins og í vor þannig að það verður bara að koma í ljós en hlutirnir eru ekkert alveg eins núna og þeir voru í vor. Við sjáum að það er margt sem er öðruvísi. Samfélagið er miklu virkara núna, það er miklu meira í gangi, það er meiri umferð og fólk er miklu meira á ferðinni heldur en var þegar við vorum að ná hámarkinu í vor,“ sagði Víðir. Þolinmæði þjóðarinnar er ekki að þrotum að mati Víðis. „Við erum mjög seig og þetta bugar okkur ekkert. Við komumst alveg í gegnum þetta. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær þetta endar en við munum klárlega sigla í gegnum þetta. Það mun taka á og tekur á marga. Maður er búinn að eiga mörg þung símtöl undanfarið við fólk sem er í erfiðri stöðu, getur ekki hitt fólkið sitt og ýmislegt í gangi sem er þungt. Það er þannig og við verðum bara með sameiginlegu átaki að komast í gegnum þetta og við munum gera það. Ég hef bara mjög mikla trú á okkur öllum,“ sagði Víðir. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Mest lesið Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira