Segir Dusty hafa stigið stórt skref um helgina en gefur ekkert upp fyrir kvöldið Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2020 06:31 Lið Dusty CS:GO DUSTY Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum. Rafíþróttir Dusty Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Árni Bent Þráinsson, einn liðsmanna Dusty, er spenntur fyrir kvöldinu en í kvöld geta Dusty-menn tryggt sér sigurinn í Vodafonedeildinni CS:GO: Þeir hafa farið á kostum að undanförnu og það er ekki bara hérlendis sem þeir hafa unnið hug og hjörtu tölvuleikjaspilara því þeir stóðu sig einnig afar vel í móti erlendis um helgina. Þar lentu þeir í þriðja sæti á mótinu og segir Árni að þetta sé stór áfangi fyrir þá en þeir stefni hærra. „Draumurinn hefur alltaf verið að vinna erlent mót og er þetta mjög stórt skref fyrir okkur, að enda í efstu þrem sætum á erlendu “LAN” móti,“ sagði Árni og hélt áfram. „Þetta kveikir bara undir eldinn að halda áfram að bæta okkur og enda ofar næst. Okkur hefur gengið alveg ágætlega í erlenda mótinu “ESEA” en ekkert svakalega vel, þannig að fá svona mót þar sem við mætum allir uppá okkar besta er risastór tilfinning.“ Um helgina voru að íslensku strákarnir að spila á móti spilurum sem þéna margar milljónir á mánuði fyrir að spila tölvuleikinn. „ALEX og mezii eru nýir liðsmenn Cloud9. C9 hefur í raun verið eitt stærsta stórveldið í rafíþróttum um langa tíð, unnu til dæmis stærsta mót í Counter-Strike 2018 og eru nú að færa sig yfir í alþjóðlegt lið.“ „ALEX og mezii eru Bretar og tóku þátt í þessu móti upp á gamanið. Það var frábært tækifæri að fá að keppa við þá, þar sem þeir eru að fá nokkrar milljónir íslenskar krónur á mánuði fyrir að spila CS og með gífurlega reynslu í leiknum.“ Árni er með hugmyndir hvaða kort verður fyrir valinu er liðið velur sér kort fyrir leikinn gegn KR-ingum í kvöld en leikurinn er liður í næst síðustu umferð deildarinnar. „Það er alltaf verið að pæla í hlutunum. Ég held að við eigum alveg nokkur kort sem við getum notað á móti þeim þannig það ætti ekki að vera of erfitt að enda á einhverju korti þegar þeirra ban kemur í ljós. Annars er það bara áfram Dusty.“ Æfingar Dusty eru ekki eins og hjá öðrum liðum. Við spurðum Árna nánar út í það. „Ég held að stóru leyti kemur það frá því að við erum óhræddir við að prófa nýja hluti. Jafnvel þótt að við byrjum að æfa á einn hátt þá erum við alltaf að vega og meta hvort við getum æft betur og erum alveg óhræddir við að breyta til.“ „Það kemur líka mjög mikið frá reynslunni, erum í mjög góðum æfingarhópum og erum því alltaf að spila á móti topp liðum. Það er ekkert sem leyfir þér að læra jafn mikið og að spila á móti liði sem er betra.“ Bein útsending frá leiknum má finna á Stöð 2 eSport í kvöld og hefst útsending klukkan 19.15. Mælt er með því að stilla inn en óvæntir gestir munu heiðra stöðina með nærveru sinni í kvöld og koma þeir úr öllum áttum.
Rafíþróttir Dusty Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira