Ferðin í Hrútafjörð ekki á vegum Stjörnunnar Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 14:17 Stjörnustelpur fóru í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði. Stjarnan/skolabudir.is Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu til að árétta að æfingaferð körfuboltaliðs félagsins í Hrútafjörð hafi ekki verið skipulögð af félaginu. Í yfirlýsingunni segir að aðalstjórn Stjörnunnar og körfuknattleiksdeild muni fara yfir málið innanhúss og ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum. Eins og Vísir greindi frá í dag fór meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði síðasta föstudag. Það gerði hópurinn þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Með þessu hugðist hópurinn meðal annars geta æft körfubolta á meðan að það væri bannað á höfuðborgarsvæðinu. Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá körfuboltadeild Stjörnunnar, sagði Margréti Sturlaugsdóttur þjálfara hafa átt hugmyndina og að leikmenn og foreldrar þeirra hefðu tekið afar vel í hana. Hópurinn væri lokaður af á Reykjum og ætti ekki í samskiptum við fólk utan hans. Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sendi Vísi eftirfarandi fréttatilkynningu frá félaginu: „Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“ Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjarnan Húnaþing vestra Tengdar fréttir Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Stjarnan hefur sent frá sér tilkynningu til að árétta að æfingaferð körfuboltaliðs félagsins í Hrútafjörð hafi ekki verið skipulögð af félaginu. Í yfirlýsingunni segir að aðalstjórn Stjörnunnar og körfuknattleiksdeild muni fara yfir málið innanhúss og ekki tjá sig frekar um það í fjölmiðlum. Eins og Vísir greindi frá í dag fór meistaraflokkur kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í æfingaferð á Reyki í Hrútafirði síðasta föstudag. Það gerði hópurinn þvert á tilmæli sóttvarnayfirvalda þess efnis að íbúar höfuðborgarsvæðisins haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til. Með þessu hugðist hópurinn meðal annars geta æft körfubolta á meðan að það væri bannað á höfuðborgarsvæðinu. Birgir Kaldal Kristmannsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá körfuboltadeild Stjörnunnar, sagði Margréti Sturlaugsdóttur þjálfara hafa átt hugmyndina og að leikmenn og foreldrar þeirra hefðu tekið afar vel í hana. Hópurinn væri lokaður af á Reykjum og ætti ekki í samskiptum við fólk utan hans. Ása Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, sendi Vísi eftirfarandi fréttatilkynningu frá félaginu: „Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“
„Vegna fréttaflutnings í dag af ferð hluta meistaraflokks kvenna hjá Stjörnunni í skólabúðir með æfingaívafi á Reyki í Hrútafirði vill Stjarnan árétta það sem þegar hefur komið fram í fjölmiðlum að umrædd ferð er ekki á vegum Stjörnunnar og hvorki skipulögð né kostuð af félaginu á nokkurn hátt. Stjarnan hefur lagt ríka áherslu á að fylgja tilmælum yfirvalda og í ljósi þess munu aðalstjórn félagsins og körfuknattleiksdeild fara yfir málið innanhúss en að öðru leyti ekki tjá sig frekar í fjölmiðlum.“
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjarnan Húnaþing vestra Tengdar fréttir Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Dagskráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, formúla, píla og golf Sport Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. 12. október 2020 11:14