Ísland gæti kvatt elítuhópinn á miðvikudag Sindri Sverrisson skrifar 12. október 2020 12:30 Ísland - Danmörk Þjóðardeildin Laugardalsvöllur ksí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. Ísland hefur frá stofnun Þjóðadeildarinnar leikið í efstu deild, A-deild. Það er vegna þess hve góðum árangri liðið hafði náð síðustu árin fram að því að keppninni var hleypt af stokkunum haustið 2018. Í slagnum við sum af allra bestu liðum heims hefur uppskeran í Þjóðadeildinni verið rýr, núll stig í sjö leikjum. Ísland virtist fallið úr A-deild eftir fyrstu keppnina í Þjóðadeildinni, eftir töpin gegn Sviss og Belgíu, en UEFA ákvað að stækka A-deildina úr 12 liðum í 16 lið og því hélt Ísland sæti sínu. Í keppninni í ár hefur Ísland tapað fyrri þremur leikjum sínum af sex. Ef Ísland tapar gegn Belgíu á miðvikudag, og Danmörk vinnur England, er ljóst að Ísland endar neðst í 2. riðli og fellur (nema auðvitað að A-deild verði enn stækkuð, sem er afskaplega ólíklegt). Danmörk er með 4 stig og það virðist helst von til þess að Ísland geti haldið sæti sínu í keppninni á kostnað Dana, þó það sé orðið mjög ólíklegt eftir 3-0 tapið gegn þeim í gær. Keppnin í ár hjálpar Íslandi ekki á HM Það er svo ekki með öllu ljóst hvaða máli það skiptir að vera í B-deild í stað A-deildar í næstu Þjóðadeild, sem fram fer frá júní til september 2022 vegna þess að HM er undir lok þess árs. Ísland fengi vissulega viðráðanlegri andstæðinga í B-deild, sem einhverjir gætu talið kost. Ísland gæti hins vegar ekki orðið Þjóðadeildarmeistari, það geta aðeins lið í A-deild. Stór kostur við að vera í A-deild í síðustu Þjóðadeild er að það tryggði Íslandi sæti í EM-umspilinu sem nú er í gangi. Hins vegar er óvíst að sama fyrirkomulag verði varðandi undankeppni EM 2024. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði Íslands á gullaldarárum liðsins. Með sigri á Ungverjalandi 12. nóvember gæti Aron leitt Ísland á þriðja stórmótið í röð.vísir/vilhelm Það er ljóst að betra hefði verið fyrir Ísland að vera í B-deild Þjóðadeildar í ár, upp á að komast á HM 2022. Í gegnum Þjóðadeildina núna fást nefnilega tvö sæti í HM-umspili, fyrir tvö lið sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni (en komast ekki á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina á næsta ári). Hver sigur telur á heimslista Fleira en vera í A-deild er í húfi í þeim þremur leikjum sem eftir eru í Þjóðadeildinni hjá Íslandi. Hver leikur skiptir máli upp á röðun á heimslista FIFA. Staðan þar í nóvember ræður því í hvaða styrkleikaflokki Ísland verður þegar dregið verður í undankeppni HM 2022. Ísland er, eftir sigurinn gegn Rúmeníu og tapið gegn Danmörku, í 23. sæti af Evrópuþjóðum á heimslista FIFA. Ísland þarf því aðeins að fara upp um þrjú sæti til að komast í 2. styrkleikaflokk og losna þar með við sterkan mótherja í undankeppni HM á næsta ári. Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34 Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40 Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12 Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14 Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24 Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Tap gegn Belgíu á miðvikudag gæti sent Ísland niður úr deild þeirra bestu í Þjóðadeildinni í fótbolta. Fleira er í húfi í leiknum, gegn besta landsliði heims. Ísland hefur frá stofnun Þjóðadeildarinnar leikið í efstu deild, A-deild. Það er vegna þess hve góðum árangri liðið hafði náð síðustu árin fram að því að keppninni var hleypt af stokkunum haustið 2018. Í slagnum við sum af allra bestu liðum heims hefur uppskeran í Þjóðadeildinni verið rýr, núll stig í sjö leikjum. Ísland virtist fallið úr A-deild eftir fyrstu keppnina í Þjóðadeildinni, eftir töpin gegn Sviss og Belgíu, en UEFA ákvað að stækka A-deildina úr 12 liðum í 16 lið og því hélt Ísland sæti sínu. Í keppninni í ár hefur Ísland tapað fyrri þremur leikjum sínum af sex. Ef Ísland tapar gegn Belgíu á miðvikudag, og Danmörk vinnur England, er ljóst að Ísland endar neðst í 2. riðli og fellur (nema auðvitað að A-deild verði enn stækkuð, sem er afskaplega ólíklegt). Danmörk er með 4 stig og það virðist helst von til þess að Ísland geti haldið sæti sínu í keppninni á kostnað Dana, þó það sé orðið mjög ólíklegt eftir 3-0 tapið gegn þeim í gær. Keppnin í ár hjálpar Íslandi ekki á HM Það er svo ekki með öllu ljóst hvaða máli það skiptir að vera í B-deild í stað A-deildar í næstu Þjóðadeild, sem fram fer frá júní til september 2022 vegna þess að HM er undir lok þess árs. Ísland fengi vissulega viðráðanlegri andstæðinga í B-deild, sem einhverjir gætu talið kost. Ísland gæti hins vegar ekki orðið Þjóðadeildarmeistari, það geta aðeins lið í A-deild. Stór kostur við að vera í A-deild í síðustu Þjóðadeild er að það tryggði Íslandi sæti í EM-umspilinu sem nú er í gangi. Hins vegar er óvíst að sama fyrirkomulag verði varðandi undankeppni EM 2024. Aron Einar Gunnarsson hefur verið fyrirliði Íslands á gullaldarárum liðsins. Með sigri á Ungverjalandi 12. nóvember gæti Aron leitt Ísland á þriðja stórmótið í röð.vísir/vilhelm Það er ljóst að betra hefði verið fyrir Ísland að vera í B-deild Þjóðadeildar í ár, upp á að komast á HM 2022. Í gegnum Þjóðadeildina núna fást nefnilega tvö sæti í HM-umspili, fyrir tvö lið sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni (en komast ekki á HM eða í umspilið í gegnum undankeppnina á næsta ári). Hver sigur telur á heimslista Fleira en vera í A-deild er í húfi í þeim þremur leikjum sem eftir eru í Þjóðadeildinni hjá Íslandi. Hver leikur skiptir máli upp á röðun á heimslista FIFA. Staðan þar í nóvember ræður því í hvaða styrkleikaflokki Ísland verður þegar dregið verður í undankeppni HM 2022. Ísland er, eftir sigurinn gegn Rúmeníu og tapið gegn Danmörku, í 23. sæti af Evrópuþjóðum á heimslista FIFA. Ísland þarf því aðeins að fara upp um þrjú sæti til að komast í 2. styrkleikaflokk og losna þar með við sterkan mótherja í undankeppni HM á næsta ári.
Þjóðadeild UEFA EM 2021 í Englandi HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34 Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40 Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12 Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14 Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24 Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-3 | Allt gengur á afturfótunum í Þjóðadeild og gegn Dönum Ísland hefur tapað öllum sínum leikjum í Þjóðadeildinni frá upphafi og aldrei unnið Danmörku í knattspyrnu karla. Sú er staðan enn eftir 3-0 sigur Dana á Laugardalsvelli í kvöld. 11. október 2020 20:34
Twitter eftir tapið gegn Dönum: „Hvaða grín er þetta?“ Twitter hefur alltaf verið lifandi vettvangur á meðan íslensku landsliðin spila og það var engin breyting á því í kvöld. 11. október 2020 20:40
Hamrén skildi ekkert í fyrsta marki Dana Erik Hamren, landsliðsþjálfari, var vonsvikinn eftir 3-0 tapið gegn Dönum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann var þó stoltur af frammistöðunni í fyrri hálfleik og segir að liðið hafi átt skilið meira en að vera 1-0 undir í hálfleik. 11. október 2020 21:12
Mjög mikið afrek að vinna svo stóran sigur hér „Ég er mjög ánægður. Það er mjög erfitt að koma hingað og spila gegn þessu íslenska liði,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, eftir 3-0 sigurinn gegn Íslandi í Þjóðadeildinni í fótbolta. 11. október 2020 21:14
Fjórir lykilmenn ekki með gegn Belgum Fjórir lykilmenn verða fjarverandi þegar íslenska landsliðið mætir því belgíska á miðvikudaginn. 11. október 2020 21:24
Höfðum heppnina með okkur í fyrstu tveimur mörkunum Christian Eriksen var ánægður með frammistöðu danska liðsins í 3-0 sigrinum gegn Íslandi í kvöld en viðurkenndi að Danir hefðu haft heppnina með sér í fyrsta og jafnvel öðru marki leiksins. 11. október 2020 21:36