Spilaði varla hjá Lakers en var kominn úr að ofan áður en leikurinn kláraðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 16:31 LeBron James faðmar liðsfélaga sína í leikslok og þarna má sjá J.R. Smith beran að ofan. AP/Mark J. Terrill J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020 NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira
J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020
NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Sjá meira