Huga þurfi fyrst og fremst að hagsmunum neytenda og bænda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 17:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið afleitar. Vísir/Einar Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson. Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að hugmyndir Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, um að segja upp tollasamningi við Evrópusambandið um innflutning á landbúnaðarvörum vera afleitar. Ráðherrann sagði í grein við Morgunblaðinu um helgina að slíkt væri til skoðunar innan ríkisstjórnarinnar. Logi var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag. „Mér finnst það afleitt og auðvitað þarf að huga fyrst og fremst að hagsmunum neytenda í hvert einasta skipti sem þú tekur einhverjar ákvarðanir þegar þú ert ráðherra, og bænda líka,“ sagði Logi Einarsson í Víglínunni í dag. „Við höfum ýmsar leiðir og höfum ekki nýtt þær leiðir sem við þurfum að nota til að styðja betur við bændur. Við þurfum að búa bændum miklu betri kjör og getum ekki ætlast til að þeir séu að þessu bara vegna lífstílsins.“ Hann segir skorta í íslenskum stjórnmálum og í almennum umræðum að fólk átti sig á því að þegar fjölþjóðlegir samningar eru gerðir þurfi að uppfylla bæði réttindi og skyldur slíkra samninga. Ekki síst séu þeir nauðsynlegir okkur til að sækja fram og til að mannkynið geti tekið saman á vandamálum sem bíður þess. „Það þarf að meta það í hverju tilfelli fyrir sig hvenær heildarhagsmunir af samningum eru góðir fyrir alla, og ekki síst landið sem menn eru að berjast fyrir. Þá geta menn ekki, eins og þeir séu að plokka ber af tertu, valið hvað þeim þyki gott og hvað þeim þyki gott. Aðalatriðið er að þessi samningur gagnist neytendum og hann gagnist þjóðinni og öllum,“ sagði Logi Einarsson.
Evrópusambandið Alþingi Víglínan Landbúnaður Tengdar fréttir Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39 Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30 Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Segir hugmyndir um að segja upp tollasamningi ESB afleitar Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir það afar slæmt fyrir neytendur að til skoðunar sé innan ríkisstjórnarinnar að segja tollasamningi ESB upp. 10. október 2020 12:39
Treystum innlenda matvælaframleiðslu – nú verður að grípa inn í! Það hefur verið ákall um að bændur búi við frelsi og starfi á samkeppnismarkaði með vörur sínar svo við neytendur getum haft val. En umhverfið og leikreglurnar sem þeim standa til boða gerir þeim nær ókleift að starfa á jafnréttisgrundvelli á markaði. 9. október 2020 07:30
Brexit og tollkvótar Í gildi eru tollasamningar við Evrópusambandið og með útgöngu Breta úr Evrópusambandinu þá eru þessir tollasamningar í algjöru uppnámi. 23. janúar 2020 16:00