Blaðamenn sækja upplýsingafundi almannavara rafrænt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 15:35 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna. Vísir/Vilhelm Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Frá og með morgundeginum munu blaðamenn vera viðstaddir upplýsingafundi almannavarna í gegn um fjarfundabúnað. Þetta er gert, að sögn upplýsingafulltrúa almannavarna, til að sýna almenningi fordæmi með því að safna ekki saman stórum hópi manna. „Ákvörðunin er tekin á grundvelli þess að við þurfum eðlilega að fylgja þeim leiðbeiningum og tilmælum sem við höfum sjálf sett fram. Og við verðum að gæta okkur á því að vera ekki að stefna saman hópi fólks á einn stað þar sem hætta er á að smit geti dreifst,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúi almannavarna í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá. Upplýsingamiðlun mikilvægur liður Hingað til hafa 3-4 blaðamenn mætt á fund almannavarna í húsakynnum Embættis landlæknis í Katrínartúni. Það er nú liðin tíð. Blaðamönnum mun berast rafrænt fundarboð og mun þeim gefast kostur á að spyrja þá sem sitja fyrir svörum spurninga. „Upplýsingamiðlunin er mikilvægur liður í því sem við erum að gera og við verðum að geta uppfyllt upplýsingaskylduna með því að bjóða blaðamönnunum á rafrænan fund,“ segir Jóhann. Jóhann segir fyrirkomulag fundanna verða með sama sniði. Þau sem mæta í panel verða með stóran skjá fyrir framan sig þar sem blaðamönnum gefst færi á að spyrja spurninga. Þá verða fundirnir eins og áður um hálftíma langir. Margir útsettir ef smit kemur upp Þá hefur verið tekin ákvörðun að aðskilja alla sem koma að fundinum, tæknimenn verða í einu herbergi og túlkurinn í öðru. „Myndavélunum verður fjarstýrt þannig að tæknifólkið okkar situr í einu herbergi og túlkurinn verður í öðru herbergi,“ segir Jóhann. „Þetta er líka gert á grundvelli þess að þetta fólk sem hefur sótt upplýsingafundi ásamt því sem hefur verið í panel er að eyða löngum tíma saman, þetta er rúmur hálftími sem fólk er saman sem eykur auðvitað hættuna á því að það verði smitað. Ef það smitast einhver í hópnum eru svo margir útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48