60 greindust með veiruna innanlands í gær Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 10:28 Frá sýnatöku við Suðurlandsbraut. Vísir/Vilhelm 60 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 36 voru í sóttkví við greiningu, en 24 utan sóttkvíar. Þetta kemur fram á covid.is. Heildarfjöldi þeirra sem sýkst hafa innanlands er nú 3.526. 46 greindust við einkennasýnatöku, en 14 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Nýgengi innanlandssmita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa er nú 237,3. Alls eru 988 í einangrun með virk smit. Alls voru tekin 1.124 einkennasýni hjá Landspítala og Íslenskri erfðagreiningu, 544 landamærasýni, 352 sýni við sóttkvíar- og handahófsskimun og 132 önnur sýni á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þá greindust þrjú smit á landamærunum en allir þrír sem greindust bíða mótefnamælingar. Nýgengi landamærasmita er 9,3. Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að 75 smit hefðu greinst í gær. Frétt og fyrirsögn hafa verið leiðrétt í samræmi við tölur af vef Landlæknis og Almannavarna, covid.is Ætlast til að samfélagið hlúi að þeim sem minna mega sín Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Kári meðal annars um andstöðu þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til með það fyrir augum að koma böndum á faraldurinn. Kári segir kórónuveiruna vega harkalega að þeim sem eiga undir högg að sækja og því sé sjálfsagt að samfélagið beiti hörðum aðgerðum til að hefta útbreiðslu. „Eitt af því sem ég ætlast til, í minni frekju, af þessu samfélagi, er að það hlúi að þeim sem minna mega sín,“ sagði Kári. Hann sagði þá hina svokölluðu sænsku leið, sem mikið hefur verið rætt og ritað um, felast í því að sleppa veirunni lausri um samfélagið. Með því sé verið að loka augunum fyrir þeirri nauðsyn að hlúa að þeim sem minna mega sín. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:05. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
60 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 36 voru í sóttkví við greiningu, en 24 utan sóttkvíar. Þetta kemur fram á covid.is. Heildarfjöldi þeirra sem sýkst hafa innanlands er nú 3.526. 46 greindust við einkennasýnatöku, en 14 við sóttkvíar- og handahófsskimanir. Nýgengi innanlandssmita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa er nú 237,3. Alls eru 988 í einangrun með virk smit. Alls voru tekin 1.124 einkennasýni hjá Landspítala og Íslenskri erfðagreiningu, 544 landamærasýni, 352 sýni við sóttkvíar- og handahófsskimun og 132 önnur sýni á vegum Íslenskrar erfðagreiningar. Þá greindust þrjú smit á landamærunum en allir þrír sem greindust bíða mótefnamælingar. Nýgengi landamærasmita er 9,3. Í upphaflegri útgáfu þessarar fréttar var haft eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að 75 smit hefðu greinst í gær. Frétt og fyrirsögn hafa verið leiðrétt í samræmi við tölur af vef Landlæknis og Almannavarna, covid.is Ætlast til að samfélagið hlúi að þeim sem minna mega sín Í viðtali á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ræddi Kári meðal annars um andstöðu þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa gripið til með það fyrir augum að koma böndum á faraldurinn. Kári segir kórónuveiruna vega harkalega að þeim sem eiga undir högg að sækja og því sé sjálfsagt að samfélagið beiti hörðum aðgerðum til að hefta útbreiðslu. „Eitt af því sem ég ætlast til, í minni frekju, af þessu samfélagi, er að það hlúi að þeim sem minna mega sín,“ sagði Kári. Hann sagði þá hina svokölluðu sænsku leið, sem mikið hefur verið rætt og ritað um, felast í því að sleppa veirunni lausri um samfélagið. Með því sé verið að loka augunum fyrir þeirri nauðsyn að hlúa að þeim sem minna mega sín. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 11:05.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira