Hrósuðu Sigurði Gunnari fyrir að koma til baka í frábæru formi: Þetta er alvöru skrokkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 10:16 Sigurður Gunnar við undirskriftina hjá Hetti. Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er honum á vinstri hönd. Austurfrétt Vistaskipti Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar til nýliða Hattar í Domino´s deild karla voru meðal þess sem rætt var um í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag. Hinn 32 ára gamli Sigurður Gunnar hefur spilað sem atvinnumaður í Grikklandi og Svíþjóð. Það kom því eilítið á óvart að hann hafi gengið til liðs við nýliða Hattar þó svo að hann hafi meiðst illa með ÍR í upphafi síðustu leiktíðar og samningi hans síðan rift er deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins. Hann lék frábærlega í 1. umferð er Höttur tapaði í framlengdum leik gegn Grindavík, 94-101 lokatölur á Egilsstöðum. Sigurður spilaði 32 mínútur í leiknum, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Þá gefur hann liði Hattar ómetanlega reynslu. „Þarna er Höttur að fá leikmann í toppstandi, ég held að margur stjórnarmaðurinn nagi sig í handarbökin nú. Vel gert hjá Viðari og Hattarmönnum að ná í svona stóran bita Austur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Þetta er þekkt stærð í deildinni og ég hugsa að stjórnarmenn hafi ekki verið smeykir að taka Sigga hefði hann ekki meiðst. Þetta er enginn smá skrokkur. Hann slítur krossbönd en hrós á Sigga að koma í deildina í þessu standi eftir svona erfið meiðsli. Þetta er ekki fótboltamaður sem er 1.70 metrar og 50 kíló, þetta er alvöru skrokkur. Tveir metrar rúmir og hann lítur rosalega vel út,“ bætti Sævar Sævarsson, sérfræðingur þáttarins, við. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Hrósuðu Sigurði fyrir að koma til baka í frábæru standi Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira
Vistaskipti Sigurðar Gunnars Þorsteinssonar til nýliða Hattar í Domino´s deild karla voru meðal þess sem rætt var um í Domino´s Körfuboltakvöldi á föstudag. Hinn 32 ára gamli Sigurður Gunnar hefur spilað sem atvinnumaður í Grikklandi og Svíþjóð. Það kom því eilítið á óvart að hann hafi gengið til liðs við nýliða Hattar þó svo að hann hafi meiðst illa með ÍR í upphafi síðustu leiktíðar og samningi hans síðan rift er deildin var blásin af vegna kórónufaraldursins. Hann lék frábærlega í 1. umferð er Höttur tapaði í framlengdum leik gegn Grindavík, 94-101 lokatölur á Egilsstöðum. Sigurður spilaði 32 mínútur í leiknum, skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Þá gefur hann liði Hattar ómetanlega reynslu. „Þarna er Höttur að fá leikmann í toppstandi, ég held að margur stjórnarmaðurinn nagi sig í handarbökin nú. Vel gert hjá Viðari og Hattarmönnum að ná í svona stóran bita Austur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Þetta er þekkt stærð í deildinni og ég hugsa að stjórnarmenn hafi ekki verið smeykir að taka Sigga hefði hann ekki meiðst. Þetta er enginn smá skrokkur. Hann slítur krossbönd en hrós á Sigga að koma í deildina í þessu standi eftir svona erfið meiðsli. Þetta er ekki fótboltamaður sem er 1.70 metrar og 50 kíló, þetta er alvöru skrokkur. Tveir metrar rúmir og hann lítur rosalega vel út,“ bætti Sævar Sævarsson, sérfræðingur þáttarins, við. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Klippa: Hrósuðu Sigurði fyrir að koma til baka í frábæru standi
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Sjá meira