Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 21:16 Schmeichel í leiknum gegn Færeyjum á miðvikudaginn var. Lars Ronbog/Getty Images Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hinn 33 ára gamli Dani býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. Líkt og Ísland hefur Danmörk ekki enn náð sigri. Liðið gerði markalaust jafntefli við England og tapaði fyrir Belgum. Schmeichel var milli stanganna í báðum leikjum liðsins og verður það einnig á morgun. Hann hefur alls spilað 56 leiki fyrir A-landslið Dana og er því töluvert á eftir þeim fjölda sem faðir hans Peter náði á sínum tíma. Schmeichel eldri lék 129 landsleiki og gerði í þeim eitt mark. „Við búumst við mjög erfiðum leik. Ég held að allir sem hafi horft á íslenska liðið spila undanfarin ár viti að þeir eru mjög gott lið sem er erfitt að spila gegn. Úrslitin sem þeir hafa náð sýna það og sanna,“ sagði Schmeichel yngri um leik morgundagsins. „Þeir hafa sína styrkleika en það gerum við einnig. Þeir munu eflaust ætla sér að nýta styrkleika sína en við höfum séð þá og vonandi undirbúið okkur nægilega vel til að koma í veg fyrir að íslenska liðið nái að nýta þá að neinu viti. Það er svo sem ekkert nýtt, það eru mörg lið sem eru sterk líkamlega og við höfum allir mætt slíkum liðum í gegnum tíðina, sagði markvörðurinn einnig. „Það má búast við liði sem er tilbúið frá fyrstu mínútu. Það má búast við liði sem er mjög hungrað í sigur og mun gera allt til að vinna. Einnig má búast við liði sem er tilbúið að leggja mikið á sig og þá er það eiginlega upptalið,“ sagði Scheimchel að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Kasper Schmeichel, markvörður danska landsliðsins og Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni annað kvöld. Hinn 33 ára gamli Dani býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. Líkt og Ísland hefur Danmörk ekki enn náð sigri. Liðið gerði markalaust jafntefli við England og tapaði fyrir Belgum. Schmeichel var milli stanganna í báðum leikjum liðsins og verður það einnig á morgun. Hann hefur alls spilað 56 leiki fyrir A-landslið Dana og er því töluvert á eftir þeim fjölda sem faðir hans Peter náði á sínum tíma. Schmeichel eldri lék 129 landsleiki og gerði í þeim eitt mark. „Við búumst við mjög erfiðum leik. Ég held að allir sem hafi horft á íslenska liðið spila undanfarin ár viti að þeir eru mjög gott lið sem er erfitt að spila gegn. Úrslitin sem þeir hafa náð sýna það og sanna,“ sagði Schmeichel yngri um leik morgundagsins. „Þeir hafa sína styrkleika en það gerum við einnig. Þeir munu eflaust ætla sér að nýta styrkleika sína en við höfum séð þá og vonandi undirbúið okkur nægilega vel til að koma í veg fyrir að íslenska liðið nái að nýta þá að neinu viti. Það er svo sem ekkert nýtt, það eru mörg lið sem eru sterk líkamlega og við höfum allir mætt slíkum liðum í gegnum tíðina, sagði markvörðurinn einnig. „Það má búast við liði sem er tilbúið frá fyrstu mínútu. Það má búast við liði sem er mjög hungrað í sigur og mun gera allt til að vinna. Einnig má búast við liði sem er tilbúið að leggja mikið á sig og þá er það eiginlega upptalið,“ sagði Scheimchel að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti