Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 19:01 Kasper Hjulmand tók við stjórn danska liðsins á þessu ári. EPA-EFE/LISELOTTE SABROE Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Íslenska liðið lagði Rúmena á fimmtudaginn og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Ungverjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Danska liðið er þegar komið með farseðilinn þangað en hefur - líkt og Ísland - ekki enn landað sigri í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Kasper Hjulmland, þjálfari liðsins, segir að lið sitt sé tilbúið og býst við erfiðum leik. „Ég býst við mjög erfiðum leik, Ísland er verðugur mótherji. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, sérstaklega hér í Reykjavík þar sem þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, um leikinn annað kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í mörg ár og ber mikla virðingu fyrir liðinu. Ég tel ekki að þetta sé leikur sem við verðum að vinna [e. must win]. Þetta er hins vegar lykilleikur fyrir báðar þjóðir, við erum tilbúnir að berjast og tilbúnir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í þrjú stig,“ sagði Hjulmand einnig. „Áhorfendaleysi hefur áhrif á leiki um alla Evrópu, bæði hjá félags- og landsliðum. Ég held að það eina jákvæða sem við getum tekið úr þessu er að við áttum okkur á af hverju við erum hér. Fótbolti snýst um fólkið og við söknum allir stuðningsfólks okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gerum þetta. Ég vona að við getum hleypt þeim á völlinn sem fyrst,“ sagði þjálfari Dana aðspurður hvort hann teldi að áhorfendaleysi myndi hafa áhrif á leik morgundagsins. Um breyttan leikstíl danska liðsins Hjulmland er nýtekinn við danska liðinu en hann tók við af Åge Hareide í júlí á þessu ári. Hann er að reyna þróa leikstíl liðsins. Hann vill spila 4-3-3 leikkerfi og leggur ef til vill meiri áherslu á að halda boltanum heldur en Danir hafa gert undanfarin ár. „Hann [leikstíllinn] er mjög ungur. Ég er ekki að reyna finna upp hjólið. Þetta snýst um að þróa leik okkar. Sama hver er þjálfari þá mun hann reyna þróa leikstíl liðs síns. Ég tók við liði sem var mjög vel þjálfað og hafði góðan grunn. Ég er að reyna bæta nokkrum nýjum hlutum við, líkt og allir þjálfarar myndu gera.“ „Ég held að við höfum þegar sýnt framfarir gegn Englandi og Belgíu, áttum góðan leik gegn Færeyjum á miðvikudag og við reynum að byggja ofan á hvern leik. Við höfum ekki náð mörgum æfingum svo við verðum að taka einn leik í einu en ég tel okkur vera á réttri braut. Þetta er mjög góður hópur, leikmennirnir eru frábærir, við erum hungraðir í að vinna meira og erum tilbúnir í leikinn.“ Við hverju má búast frá danska liðinu á morgun „Það má búast við því að við séum tilbúnir og það má búast við því að við munum spila með því hugrekki og ástríðu sem þarf til að vinna Ísland. Við verðum að vera harðir í horn að taka og fara í öll návígi af krafti. Við verðum að jafna ástríðu þeirra og liðsanda. Bæta svo okkar leikstíl ofan á það. Það má reikna með að sjá lið sem vill stjórna leiknum og gera sitt besta til að vinna leikinn,“ sagði Hjulmand að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Ísland og Danmörk mætast í Þjóðadeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Íslenska liðið lagði Rúmena á fimmtudaginn og tryggði sér þar með úrslitaleik gegn Ungverjum um sæti á Evrópumótinu 2020. Danska liðið er þegar komið með farseðilinn þangað en hefur - líkt og Ísland - ekki enn landað sigri í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Kasper Hjulmland, þjálfari liðsins, segir að lið sitt sé tilbúið og býst við erfiðum leik. „Ég býst við mjög erfiðum leik, Ísland er verðugur mótherji. Við berum mikla virðingu fyrir íslenska liðinu, sérstaklega hér í Reykjavík þar sem þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár,“ sagði Kasper Hjulmand, þjálfari danska landsliðsins, um leikinn annað kvöld. „Ég hef fylgst með íslenska liðinu í mörg ár og ber mikla virðingu fyrir liðinu. Ég tel ekki að þetta sé leikur sem við verðum að vinna [e. must win]. Þetta er hins vegar lykilleikur fyrir báðar þjóðir, við erum tilbúnir að berjast og tilbúnir að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná í þrjú stig,“ sagði Hjulmand einnig. „Áhorfendaleysi hefur áhrif á leiki um alla Evrópu, bæði hjá félags- og landsliðum. Ég held að það eina jákvæða sem við getum tekið úr þessu er að við áttum okkur á af hverju við erum hér. Fótbolti snýst um fólkið og við söknum allir stuðningsfólks okkar, þau eru ástæðan fyrir því að við gerum þetta. Ég vona að við getum hleypt þeim á völlinn sem fyrst,“ sagði þjálfari Dana aðspurður hvort hann teldi að áhorfendaleysi myndi hafa áhrif á leik morgundagsins. Um breyttan leikstíl danska liðsins Hjulmland er nýtekinn við danska liðinu en hann tók við af Åge Hareide í júlí á þessu ári. Hann er að reyna þróa leikstíl liðsins. Hann vill spila 4-3-3 leikkerfi og leggur ef til vill meiri áherslu á að halda boltanum heldur en Danir hafa gert undanfarin ár. „Hann [leikstíllinn] er mjög ungur. Ég er ekki að reyna finna upp hjólið. Þetta snýst um að þróa leik okkar. Sama hver er þjálfari þá mun hann reyna þróa leikstíl liðs síns. Ég tók við liði sem var mjög vel þjálfað og hafði góðan grunn. Ég er að reyna bæta nokkrum nýjum hlutum við, líkt og allir þjálfarar myndu gera.“ „Ég held að við höfum þegar sýnt framfarir gegn Englandi og Belgíu, áttum góðan leik gegn Færeyjum á miðvikudag og við reynum að byggja ofan á hvern leik. Við höfum ekki náð mörgum æfingum svo við verðum að taka einn leik í einu en ég tel okkur vera á réttri braut. Þetta er mjög góður hópur, leikmennirnir eru frábærir, við erum hungraðir í að vinna meira og erum tilbúnir í leikinn.“ Við hverju má búast frá danska liðinu á morgun „Það má búast við því að við séum tilbúnir og það má búast við því að við munum spila með því hugrekki og ástríðu sem þarf til að vinna Ísland. Við verðum að vera harðir í horn að taka og fara í öll návígi af krafti. Við verðum að jafna ástríðu þeirra og liðsanda. Bæta svo okkar leikstíl ofan á það. Það má reikna með að sjá lið sem vill stjórna leiknum og gera sitt besta til að vinna leikinn,“ sagði Hjulmand að lokum. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 annað kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst klukkutíma fyrr.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Körfubolti Fleiri fréttir Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45