Telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst ef faraldurinn fer í veldisvöxt Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. október 2020 20:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fólk verði að fylgja tilmælum til að koma í veg fyrir veldisvöxt. vísir/vilhelm Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira
Sóttvarnarlæknir telur að stór hluti þjóðarinnar gæti sýkst af kórónuveirunni ef útbreiðslan fari í veldisvöxt. Ef tíu prósent smitist gætu allt að tvö hundruð manns látist eða svipað hlutfall landsmanna og Bandaríkjunum. 97 innanlandssmit greindust í gær, en þau voru 94 í fyrradag. Rétt rúmlega helmingur var í sóttkví við greiningu. Á fimmta þúsund sýni voru tekin í gær. Alls eru nú 915 í einangrun og rétt tæplega fjögur þúsund í sóttkví. Sóttvarnalæknir á von á svipuðum tölum næstu daga. „Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til munu ekki skila sér fyrr en eftir eina til tvær vikur,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. 24 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid. Þrír eru á gjörgæslu, allir á öndunarvél. „Það eru mjög margir í eftirliti á Covid-göngudeildinni sem eru veikir og við það að þurfa að leggjast inn,“ segir Þórólfur sem telur mjög líklegt að fleiri fari á spítala á næstunni. Sem betur fer hafi enn ekkert dauðsfall orðið. Ef útbreiðslan fari í veldisvöxt muni staðan versna. Stór hluti þjóðarinnar muni þá smitast. „Ef við fáum 10 % af þjóðinni sem smitast á nokkrum vikum þá gætum við séð eitt til tvö hundruð dauðsföll,“ segir Þórólfur. Ef þetta yrði raunin yrði hlutfall látinna svipað og það er í Bandaríkjunum. Til að koma í veg fyrir það þarf fólk að fylgja tilmælum að sögn Þórólfs. Gætt hefur vaxandi gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda. Í leiðara fréttablaðsins í dag er fullyrt að vaxandi efasemda gæti innan stjórnarmeirihlutans um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til. Spurt er hvað réttlætir ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna sé sett í stofufangelsi og ferðafrelsi þess takmarkað. Þórólfur segir að horfa verði til þess hvað annað sé í boði. „Ég gat ekki séð það í þessum leiðara að það væri boðið upp á eitthvað annað þess vegna segi ég ef við slökum á þá er staðan mjög íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið. Ef við slökum á og fáum tíu prósent af þjóðinni sem sýkist þá fáum við yfir okkur slíkan faraldur að heilbrigðiskefið mun ekki ráða við það. Ekki bara fyrir Covid sjúklinga heldur líka aðra sjúklinga,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Fleiri fréttir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Sjá meira