Arnar nýtur sín í skemmtilegu umhverfi hjá KA en vill betri aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2020 15:01 Arnar Grétarsson gerði ekkert endilega fyrir því að vera áfram með KA en snerist svo hugur. vísir/getty Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti