Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2020 21:08 Aron Einar var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35