Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 18:38 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræðir við Ölmu Möller landlækni og Þórólf Guðnason sóttvarnalækni. Heilbrigðisráðuneytið hefur tilkynnt um þriðja samning Evrópusambandsins við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. Með samningnum er aðildarríkjum sambandsins, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, tryggður réttur til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningurinn miðast við að kauprétturinn sé tryggður strax og prófunum er lokið og niðurstöður sýna að bóluefnið er öruggt og með fullnægjandi virkni, að því er segir í tilkynningu. Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. Samningurinn við Janssen er þriðji samningurinn sem Evrópusambandið gerir við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við veirunni. Áður var búið að semja við fyrirtækið AstraZeneca og Sanofi-GSK. Evrópusambandið á einnig í viðræðum við þrjú önnur fyrirtæki um bóluefnakaup; CureVac, BioNTech-Pfizer og Moderna. 200 milljón viðbótarskammtar Samningurinn við Janssen felur einnig í sér heimild til kaupa á bóluefnum fyrir allt að 200 milljónir manna til viðbótar. Horft er til þess að aðildarríkin geti lagt lágtekjuríkjum til bóluefni, auk heimildar til að framselja bóluefni til annarra Evrópuríkja. Í tilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem birt var í gær er haft eftir framkvæmdastjóra stofnunar Evrópusambandsins um heilbrigðis- og matvælaöryggi að samningurinn sé mikilvægt skref í átt að því að finna öfluga vörn gegn veirunni og að fleiri samninga sé að vænta. Fjölmörg bóluefni við kórónuveirunni eru nú í þróun víða um heim. Sérfræðingar segja þó flestir viðbúið að talsverð bið verði á því að bóluefni komist í almenna notkun. Það verði líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. Með samningnum er aðildarríkjum sambandsins, auk Íslands og annarra aðildarríkja EES, tryggður réttur til kaupa á bóluefni fyrir 200 milljónir manna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Samningurinn miðast við að kauprétturinn sé tryggður strax og prófunum er lokið og niðurstöður sýna að bóluefnið er öruggt og með fullnægjandi virkni, að því er segir í tilkynningu. Ísland og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins (EES) njóta sama aðgangs að bóluefnum sem Evrópusambandið semur um og önnur ríki sambandsins. Samningurinn við Janssen er þriðji samningurinn sem Evrópusambandið gerir við lyfjafyrirtæki um kaup á bóluefni við veirunni. Áður var búið að semja við fyrirtækið AstraZeneca og Sanofi-GSK. Evrópusambandið á einnig í viðræðum við þrjú önnur fyrirtæki um bóluefnakaup; CureVac, BioNTech-Pfizer og Moderna. 200 milljón viðbótarskammtar Samningurinn við Janssen felur einnig í sér heimild til kaupa á bóluefnum fyrir allt að 200 milljónir manna til viðbótar. Horft er til þess að aðildarríkin geti lagt lágtekjuríkjum til bóluefni, auk heimildar til að framselja bóluefni til annarra Evrópuríkja. Í tilkynningu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem birt var í gær er haft eftir framkvæmdastjóra stofnunar Evrópusambandsins um heilbrigðis- og matvælaöryggi að samningurinn sé mikilvægt skref í átt að því að finna öfluga vörn gegn veirunni og að fleiri samninga sé að vænta. Fjölmörg bóluefni við kórónuveirunni eru nú í þróun víða um heim. Sérfræðingar segja þó flestir viðbúið að talsverð bið verði á því að bóluefni komist í almenna notkun. Það verði líklega ekki fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31 Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Sjá meira
Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32
Bóluefni mun ekki stuðla að „eðlilegu lífi“ strax Þrátt fyrir að bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum, sem virkar vel, muni koma á markað á næstu mánuðum mun það ekki leiða til þess að lífið falli í sama horf og fyrir kórónuveirufaraldurinn. 1. október 2020 23:31
Átta bóluefni við Covid-19 á lokastigi prófana Meira en 200 bóluefni við sjúkdómnum Covid-19 eru nú í þróun á heimsvísu en átta þeirra eru á lokastigi prófana. 27. september 2020 20:52