Lakers liðið spilar í „Black Mamba“ búningi Kobe í fimmta leiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2020 08:30 Anthony Davis og LeBron James í Mamba búningnum í leik tvö sem Lakers vann örugglega. AP/Mark J. Terrill Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld. NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers munu spila fimmta leikinn á móti Miami Heat í „Black Mamba“ búningum sem Kobe heitinn Bryant hannaði í samvinnu við Nike. Lakers liðið ætlaði sér að spila í þessum „Black Mamba“ búningum Kobe í öðrum og sjöunda leik lokaúrslitanna en Lakers getur tryggt sér NBA titilinn með sigri á föstudagskvöldið og því var ákveðið að spila þá í búningnum. Lakers er 3-1 yfir á móti Miami Heat eftir sigur í síðasta leik en Lakers menn unnu tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígins með sannfærandi hætti. Los Angeles Lakers liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína í þessari úrslitakeppni þar sem liðið hefur spilað í „Black Mamba“ búningum Kobe. Kobe Bryant lést í þyrluslysi 26. janúar í Calabasas í Kaliforníu ásamt þrettán ára dóttur inni Giönnu og sjö öðrum. The Lakers have made the switch to wear their Black Mamba uniforms for Game 5 of the #NBAFinalsLA is 4-0 this season when wearing these jerseys. pic.twitter.com/SMgrXolJNk— SportsCenter (@SportsCenter) October 7, 2020 „Mamba og Mambacita treyjurnar hafa verið samþykktar fyrir leik fimm. Áfram Lakers,“ skrifaði Vanessa, ekkja Kobe Bryant, á Instagram síðu sína. Nike hannaði treyjuna í samvinnu við Kobe Bryant á sínum tíma. Þjálfarinn Frank Vogel og stjörnuleikmennirnir LeBron James og Anthony Davis hafa margoft talað um það að liðið hafi reynt að tileinka sér Mömbu hugarfar Kobe Bryant og hans vægðarlausu þrá til vinna. Lakers liðið hefur ennfremur tileinkað Kobe Bryant þetta tímabil. James og Davis fengu sér báðir húðflúr til heiðurs Bryant og fyrir leik þá kalla leikmenn liðsins saman í hóp: „1-2-3 Mamba!“ Last night, @KingJames scored the Lakers' 81st point with 8:24 on the clock.While wearing the Black Mamba jersey (h/t @Lakers) pic.twitter.com/LEA6uHNhur— SportsCenter (@SportsCenter) October 3, 2020 Los Angeles Lakers hefur ekki orðið NBA-meistari í tíu ár eða síðan liðið vann tvö ár í röð frá 2009 til 2010 undir forystu Kobe Bryant. Kobe varð einnig NBA-meistari þrjú tímabil í röð með Shaquille O'Neal frá 2000 til 2002. Lakers liðið hefur verið að spila í öðrum búningum tileinkuðum goðsögnum í þessari úrslitakeppni en þeir kalla þetta „Laker Lore Series“ en hinir tveir búningarnir í flokknum tengjast þeim Magic Johnson og Shaquille O'Neal. Fimmti leikur lokaúrslitanna fer fram annað kvöld.
NBA Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira