Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 20:54 Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Vísir/Stöð 2 Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. „Við gerðum alls ekki ráð fyrir þessu og þetta kemur mér á óvart,“ sagði Thor í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. „Við setjum fram spálíkan þegar við gerum ráð fyrir að faraldurinn sé kominn í stjórn og smitstuðullinn sé á leið niður og þar af leiðandi muni það leiða af sér að faraldurinn rénar. En það var bara ekki þannig,“ Thor sagði jafnframt að miðað við fyrstu bylgju faraldursins í vor mætti áfram búast við háum tölum innan nokkurra daga. Þetta væri auðvitað áhyggjuefni, einkum með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. Þá sagði hann að hertu aðgerðirnar sem boðaðar hafa verið frá og með deginum á morgun muni skila sér í lægri tölum eftir um tíu daga til tvær vikur. 99 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst snemma árs. Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem unnið hefur að spálíkaninu ásamt Thor og fleiri vísindamönnum, hefur viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála undanfarna daga. Hún sagði í Facebook-færslu í dag að hún teldi að eins metra reglan, sem sett var á í september, hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30 Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. „Við gerðum alls ekki ráð fyrir þessu og þetta kemur mér á óvart,“ sagði Thor í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. „Við setjum fram spálíkan þegar við gerum ráð fyrir að faraldurinn sé kominn í stjórn og smitstuðullinn sé á leið niður og þar af leiðandi muni það leiða af sér að faraldurinn rénar. En það var bara ekki þannig,“ Thor sagði jafnframt að miðað við fyrstu bylgju faraldursins í vor mætti áfram búast við háum tölum innan nokkurra daga. Þetta væri auðvitað áhyggjuefni, einkum með tilliti til stöðunnar á Landspítalanum. Þá sagði hann að hertu aðgerðirnar sem boðaðar hafa verið frá og með deginum á morgun muni skila sér í lægri tölum eftir um tíu daga til tvær vikur. 99 greindust með veiruna síðasta sólarhringinn en aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst á einum sólarhring frá því faraldurinn hófst snemma árs. Jóhanna Jakobsdóttir, rannsóknarsérfræðingur við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands sem unnið hefur að spálíkaninu ásamt Thor og fleiri vísindamönnum, hefur viðrað áhyggjur sínar af stöðu mála undanfarna daga. Hún sagði í Facebook-færslu í dag að hún teldi að eins metra reglan, sem sett var á í september, hafi í raun orðið að eins sentímetra reglu í meðförum fólks. Ótímabært hafi verið að rýmka á fjarlægðartakmörkunum á meðan smit voru enn að greinast innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09 61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30 Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
„Óheillaþróun“ á smitstuðlinum gæti skilað veldisvexti Sóttvarnalæknir segir viðbúið að ekki náist að kveða faraldurinn alveg niður líkt og tókst í vor. 5. október 2020 15:09
61 smit á jaðri spálíkansins Thor Aspelund segir fjölda smita í dag ekki alveg út úr korti. 3. október 2020 23:30
Jólahald gæti litast af fjórðu bylgju faraldursins Spár um framgang kórónuveirufaraldursins benda til þess að önnur bylgja gæti tekið við af þeirri sem nú stendur yfir hér á landi strax í desember. 2. október 2020 13:32