Slitu borgarstjórnarfundi vegna ástandsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2020 14:45 Frá fundi í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarfundi var slitið rétt í þessu þar sem borgarstjóri fór yfir stöðu mála vegna nýjustu þróunar í COVID-19 smitum á höfuðborgarsvæðinu. Fundir borgarstjórnar hefjast á þriðjudögum klukkan 14 og varði þessi aðeins í fimmtán til tuttugu mínútur. Frá þessu greinir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sinni. Öllum málum á dagskrá fundarins var í kjölfarið frestað og var borgarstjórn einhuga um það að sögn Sigurborgar. 99 smit greindust í gær og langflest á höfuðborgarsvæðinu. Er það í takt við þróunina undanfarna daga þar sem langstærstur hluti fólks í einangrun er á suðvesturhorninu. Sóttvarnalæknir boðar harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 15, í beinni útsendingu á Vísi. „Gripið hefur verið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða um helgina, sem við eigum von á að verði ennþá umfangsmeiri í dag. Það er því ljóst að það mun koma til frekari breytinga á þjónustu borgarinnar þegar auglýsing heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir mun liggja fyrir. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur starfað frá því um helgina og mun hún gefa út leiðbeiningar um leið og auglýsing heilbrigðisráðherra hefur tekið gildi. Reykjavíkurborg mun upplýsa um stöðu mála og helstu aðgerðir vegna þessarar þróunar á heimasíðu borgarinnar,“ segir Sigurborg Ósk. „Ég vil hrósa starfsfólki borgarinnar sem hafa leyst erfið verkefni síðustu daga. Það er einstakur metnaður og alúð sem framlína okkar starfsfólks leggur í störf sín. Stjórnendur eru að gera allt sem hægt er til að tryggja að það verði órofin starfsemi í nauðsynlegri velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skólum.“ Markmiðið sé að draga úr útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. „Þar er samvinna með borgarbúum lykilatriði. Við förum saman í gegnum þessar vikur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Borgarstjórnarfundi var slitið rétt í þessu þar sem borgarstjóri fór yfir stöðu mála vegna nýjustu þróunar í COVID-19 smitum á höfuðborgarsvæðinu. Fundir borgarstjórnar hefjast á þriðjudögum klukkan 14 og varði þessi aðeins í fimmtán til tuttugu mínútur. Frá þessu greinir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, á Facebook-síðu sinni. Öllum málum á dagskrá fundarins var í kjölfarið frestað og var borgarstjórn einhuga um það að sögn Sigurborgar. 99 smit greindust í gær og langflest á höfuðborgarsvæðinu. Er það í takt við þróunina undanfarna daga þar sem langstærstur hluti fólks í einangrun er á suðvesturhorninu. Sóttvarnalæknir boðar harðari aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu en upplýsingafundur almannavarna fer fram klukkan 15, í beinni útsendingu á Vísi. „Gripið hefur verið til umfangsmikilla sóttvarnaraðgerða um helgina, sem við eigum von á að verði ennþá umfangsmeiri í dag. Það er því ljóst að það mun koma til frekari breytinga á þjónustu borgarinnar þegar auglýsing heilbrigðisráðherra um hertar aðgerðir mun liggja fyrir. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur starfað frá því um helgina og mun hún gefa út leiðbeiningar um leið og auglýsing heilbrigðisráðherra hefur tekið gildi. Reykjavíkurborg mun upplýsa um stöðu mála og helstu aðgerðir vegna þessarar þróunar á heimasíðu borgarinnar,“ segir Sigurborg Ósk. „Ég vil hrósa starfsfólki borgarinnar sem hafa leyst erfið verkefni síðustu daga. Það er einstakur metnaður og alúð sem framlína okkar starfsfólks leggur í störf sín. Stjórnendur eru að gera allt sem hægt er til að tryggja að það verði órofin starfsemi í nauðsynlegri velferðarþjónustu, heilbrigðisþjónustu og skólum.“ Markmiðið sé að draga úr útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. „Þar er samvinna með borgarbúum lykilatriði. Við förum saman í gegnum þessar vikur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Borgarstjórn Reykjavík Samkomubann á Íslandi Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira