Deila Nóbelnum í eðlisfræði fyrir uppgötvanir á svartholum Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 10:17 Fulltrúa sænsku Nóbelsnefndarinnar með glæru með myndum af verðlaunahöfunum í Stokkhólmi í morgun. AP/Frederik Sandberg/TT Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindi frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Bretinn Roger Penrose hlýtur verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deilir verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar, að sögn AP-fréttastofunnar. Verðlaunahafarnir fá gullpening og verðlaunafé sem nemur tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 155 milljóna íslenskra króna. Tilvist svarthola, fyrirbæra sem eru svo massamikil og þétt að ekki einu sinni ljós getur flúið þyngdarkraft þeirra, var lengi vel aðeins fræðileg tilgáta sem leiddi af almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein í hugum eðlisfræðinga. Það var ekki fyrr en á 7. áratug síðustu aldar sem Penrose og vinur hans Stephen Hawking heitinn sýndu fram á með útreikningum að þau gætu í raun og veru myndast. Þau Genzel og Ghez voru leiðandi við rannsóknir á miðju Vetrarbrautarinnar þar sem vísindamenn grunaði að eitthvað dularfullt ætti sér stað. Stjörnur virtust þar ganga í kringum fyrirbæri sem var að öðru leyti ósýnilegt. Í ljós kom að í hjarta Vetrarbrautarinnar var tröllvaxið svarthol, um fjórum milljónum sinnum massameira en sólin. Síðan þá hafa athuganir leitt í ljós að risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Í sumum tilfellum eru svartholin með massa sem er milljörðum sinnum meiri en sólarinnar. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2020 #NobelPrize in Physics with one half to Roger Penrose and the other half jointly to Reinhard Genzel and Andrea Ghez. pic.twitter.com/MipWwFtMjz— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð. Nóbelsverðlaun Geimurinn Vísindi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þrír vísindamenn deila Nóbelsverðlaunum í eðlisfræði í ár fyrir uppgötvanir þeirra á svartholum. Nóbelsnefndin greindi frá verðlaunahöfunum nú í morgun. Bretinn Roger Penrose hlýtur verðlaunin fyrir að uppgötva að „myndun svarthola sé áreiðanleg spá sem leiðir af almennu afstæðiskenningunni“. Hann deilir verðlaununum með Þjóðverjanum Reinhard Genzel og Bandaríkjamanninum Andreu Ghez sem uppgötvuðu risasvartholið í miðju Vetrarbrautarinnar okkar, að sögn AP-fréttastofunnar. Verðlaunahafarnir fá gullpening og verðlaunafé sem nemur tíu milljónum sænskra króna, jafnvirði um 155 milljóna íslenskra króna. Tilvist svarthola, fyrirbæra sem eru svo massamikil og þétt að ekki einu sinni ljós getur flúið þyngdarkraft þeirra, var lengi vel aðeins fræðileg tilgáta sem leiddi af almennri afstæðiskenningu Alberts Einstein í hugum eðlisfræðinga. Það var ekki fyrr en á 7. áratug síðustu aldar sem Penrose og vinur hans Stephen Hawking heitinn sýndu fram á með útreikningum að þau gætu í raun og veru myndast. Þau Genzel og Ghez voru leiðandi við rannsóknir á miðju Vetrarbrautarinnar þar sem vísindamenn grunaði að eitthvað dularfullt ætti sér stað. Stjörnur virtust þar ganga í kringum fyrirbæri sem var að öðru leyti ósýnilegt. Í ljós kom að í hjarta Vetrarbrautarinnar var tröllvaxið svarthol, um fjórum milljónum sinnum massameira en sólin. Síðan þá hafa athuganir leitt í ljós að risasvarthol er að finna í miðju flestra vetrarbrauta í alheiminum. Í sumum tilfellum eru svartholin með massa sem er milljörðum sinnum meiri en sólarinnar. BREAKING NEWS: The Royal Swedish Academy of Sciences has decided to award the 2020 #NobelPrize in Physics with one half to Roger Penrose and the other half jointly to Reinhard Genzel and Andrea Ghez. pic.twitter.com/MipWwFtMjz— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 6, 2020 Fréttin hefur verið uppfærð.
Nóbelsverðlaun Geimurinn Vísindi Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira