Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2020 22:28 Vegagerðin stefnir að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun. Teikning/Vegagerðin. Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58