Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 5. október 2020 22:28 Vegagerðin stefnir að því að bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun. Teikning/Vegagerðin. Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Margir spyrja sig nú hvort kærumálum um Teigsskóg sé lokið eftir að öllum kröfum um ógildingu framkvæmdaleyfis var hafnað fyrir helgi. Í lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála segir: „Úrskurðir nefndarinnar eru fullnaðarúrskurðir á stjórnsýslustigi." „Fyrir okkur sem umhverfissamtök, þá lítur út fyrir að möguleikarnir séu uppurnir," svarar Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, spurningunni, og bætir við að þau séu bæði sorgmædd og svartsýn um framhaldið, en segir það þó verða skoðað áfram. Horft út Djúpafjörð af Hjallahálsi. Þvera á fjörðinn milli Hallsteinsness og Gróness.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni telja menn að þótt úrskurðurinn sé afdráttarlaus geti Teigsskógur enn ratað fyrir dómstóla. Vegagerðin hyggst bjóða út þverun Þorskafjarðar síðar í haust eða í vetrarbyrjun, að sögn Magnúsar Vals Jóhannssonar, framkvæmdastjóra mannvirkjasviðs. Bent er á að andstæðingar gætu þá reynt að stöðva framkvæmdina með því að krefjast lögbanns og höfða í framhaldinu dómsmál. Þá er ólokið samningum Vegagerðar við landeigendur sem andsnúnir eru veginum. Kærendur vísuðu til þess að við lagningu Hófaskarðsleiðar fyrir rúmum áratug hafi landeigendum við Kópasker tekist með hæstaréttardómi að hrinda eignarnámi á þeirri forsendu að ríkið hafi átt það val að leggja veginn um eigið land. Vegagerðinni var með hæstaréttardómi árið 2008 synjað um eignarnám vegna lokaáfanga Hófaskarðsleiðar næst Kópaskeri.Mynd/Stöð 2. Í áliti Úrskurðarnefndarinnar fyrir helgi er það fordæmi hins vegar ekki talið eiga við um Teigsskóg þar sem aðrir valmöguleikar á veglínu liggi um annað land í einkaeigu en ekki um ríkisjarðir. „Yrði ekki farið um land það sem kærendur eiga yrði eftir atvikum farið með umræddan veg um land annarra landeigenda, en um er að ræða á þriðja tug landareigna. Mismunandi leiðarval myndi því ávallt leiða til íþyngjandi ákvörðunar gagnvart einhverjum landeigendum. Verður því ekki séð að sjónarmið um meðalhóf gagnvart kærendum sérstaklega, umfram aðra landeigendur, hafi átt að standa hinni kærðu ákvörðun í vegi,“ segir Úrskurðarnefndin um þetta álitaefni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Frétt Stöðvar 2 frá árinu 2009 um Hófaskarðsleið má sjá hér:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umhverfismál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógar stendur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu Landverndar um ógildingu ákvörðunar sveitarstjórnar Reykhólahrepps að veita framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg. 1. október 2020 17:08
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58