Ráðherra sakar Ágúst Ólaf um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 08:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan. Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sakað Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann Samfylkingarinnar, um „botnlausa kvenfyrirlitningu“ vegna orða sem hann lét falla í Sprengisandi á Bylgjunni á laugardag. Í viðtalinu segir Ágúst Ólafur að það sé í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu, en ekki Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Svandís deilir tísti samflokkskonu sinnar, Lífar Magneudóttur, borgarfulltrúa Vinstri grænna, þar sem hún birtir skriftað brot úr viðtali Kristjáns Kristjánssonar við Ágúst Ólaf og Willum Þór Þórsson, formann fjárlaganefndar, þar sem fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, fjármálaáætlun og staðan á vinnumarkaði var til umræðu. „Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn,“ segir Svandís. Botnlaus kvenfyrirlitning. Og ekki í fyrsta sinn. https://t.co/4cWP4LcnQl— Svandís Svavarsd (@svasva) October 5, 2020 „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar“ Í umræðunum í Sprengisandi var Ágúst Ólafur að benda á að Samfylkingin væri að kalla eftir að ríkisstjórn ætti að leita metnaðarfyllri leiða til að skapa hér störf í landinu, nú þegar kórónuveirufaraldurinn herjar. Ætti það bæði við um á opinberum markaði og einkamarkaði þar sem þörfin er fyrir hendi. Ágúst Ólafur segir þá að „allar ríkisstjórnir í heimi [séu] að fara þessa leið, nema ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Hann telur…“ Grípur þá þáttastjórnandinn Kristján Kristjánsson inn í: „Við köllum þetta nú venjulega ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Hún er forsætisráðherra.“ Þá segir Ágúst Ólafur: „Við Willum þekkjum alveg hver stjórnar. Og það er ekki Katrín.“ „Þetta er ekki í fyrsta sinn“ Líf Magneudóttir birti tístið og með fylgdi annað þar sem hún segir: „Ágúst Ólafur. Finndu þér eitthvað annað að gera. Þú átt ekkert erindi á Alþingi jafn illa haldinn af kvenfyrirlitningu og raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta sinn ...“ Samflokkskona Ágústs Ólafs, Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi, svarar einnig Líf þar sem hún segir: „Úff þetta er bara ekki í lagi...“ Úff þetta er bara ekki í lagi...— Kristín Soffía (@KristinSoffia) October 4, 2020 Uppfært klukkan 10:51 Ágúst Ólafur hefur beðist afsökunar á ummælum á sínum. Í Facebook-færslu segir Ágúst: Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim. Hlusta má á viðtalið í heild sinni að neðan.
Ég vil biðjast afsökunar á orðum mínum í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Ég komst illa að orði og þykir leitt að hafa sett þau fram með þeim hætti að ég gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur. Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim.
Alþingi Sprengisandur Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira