Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 07:31 Jimmy Butler var stórkostlegur í nótt og hér skorar hann eina af körfunum sínum í leiknum. AP/Mark J. Terrill Jimmy Butler átti besta leikinn sinn á ferlinum og einn af þeim betri í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers 115-104 og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Lakers vann tvo fyrstu leikina sannfærandi og að auki meiddust lykilmennirnir Bam Adebayo og Goran Dragic hjá Miami Heat. Útlitið var því svart fyrir þriðja leikinn í nótt og margir farnir að tala um sóp. Einn leikmaður í Miami Heat liðinu var hins vegar ekkert á því að gefast upp. Jimmy Butler endaði leikinn með 40 stiga þrefalda tvennu en hann var með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. 40-point triple-double x Game 3 W! @JimmyButler's 40 PTS, 11 REB, 13 AST push the @MiamiHEAT to the Game 3 win! #NBAFinals #Drop40Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/TjT7VS3h2T— NBA (@NBA) October 5, 2020 „Ég er að alltaf að segja Erik þjálfara að ég sé tilbúinn, tilbúinn fyrir stóra sviðið og fyrir hvað sem hann vill að ég geri,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. „Þetta er það sem hann vildi og þetta er það sem við vildum. Það er erfitt að greina eða lýsa Jimmy þar til að þú upplifir hann á milli línanna fjögurra. Hann er óviðjafnanlegur, afburðar keppnismaður og við þurftum á því að halda í kvöld,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að ná fjörutíu stiga þrennu í lokaúrslitunum. „Hann er einn mesti keppnismaðurinn sem við höfum í leiknum okkar. Ég elska tækifærið að fá að spila á móti honum. Ég veit ekki hversu mörg skipti í viðbót ég fæ á þessu sviði og ég mun því líta til baka í framtíðinni á það að hafa fengið tækifæri til að mæta svona keppnismanni. Ég mun sakna þess þegar ég er hættur,“ sagði LeBron James. "One of the best competitors we have in our game." - LeBron James on Jimmy Butler after Game 3Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/HGF8wtpSJA— NBA (@NBA) October 5, 2020 LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Lakers en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris komu næstir með nítján stig hvor. Anthony Davis var búinn að vera stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta í nótt og endaði með 15 stig. Tyler Herro og Kelly Olynyk skoruðu báðir sautján stig fyrir Miami liðið og þá var Duncan Robinson með 13 stig. Leikur fjögur er annað kvöld en það lið verður NBA-meistari sem fyrr vinnur fjóra leiki. Jimmy Butler joins LeBron James (2015) and Jerry West (1969) as the only players in NBA History to record a 40+ point triple-double in the #NBAFinals! pic.twitter.com/QjvvHoyfSt— NBA (@NBA) October 5, 2020 "Win... I want to win."@JimmyButler after his historic Game 3 performance. #NBAFinals Game 4: Tuesday at 9pm/et on ABC pic.twitter.com/Ta8tFe208P— NBA (@NBA) October 5, 2020 NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Jimmy Butler átti besta leikinn sinn á ferlinum og einn af þeim betri í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers 115-104 og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Lakers vann tvo fyrstu leikina sannfærandi og að auki meiddust lykilmennirnir Bam Adebayo og Goran Dragic hjá Miami Heat. Útlitið var því svart fyrir þriðja leikinn í nótt og margir farnir að tala um sóp. Einn leikmaður í Miami Heat liðinu var hins vegar ekkert á því að gefast upp. Jimmy Butler endaði leikinn með 40 stiga þrefalda tvennu en hann var með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. 40-point triple-double x Game 3 W! @JimmyButler's 40 PTS, 11 REB, 13 AST push the @MiamiHEAT to the Game 3 win! #NBAFinals #Drop40Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/TjT7VS3h2T— NBA (@NBA) October 5, 2020 „Ég er að alltaf að segja Erik þjálfara að ég sé tilbúinn, tilbúinn fyrir stóra sviðið og fyrir hvað sem hann vill að ég geri,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. „Þetta er það sem hann vildi og þetta er það sem við vildum. Það er erfitt að greina eða lýsa Jimmy þar til að þú upplifir hann á milli línanna fjögurra. Hann er óviðjafnanlegur, afburðar keppnismaður og við þurftum á því að halda í kvöld,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að ná fjörutíu stiga þrennu í lokaúrslitunum. „Hann er einn mesti keppnismaðurinn sem við höfum í leiknum okkar. Ég elska tækifærið að fá að spila á móti honum. Ég veit ekki hversu mörg skipti í viðbót ég fæ á þessu sviði og ég mun því líta til baka í framtíðinni á það að hafa fengið tækifæri til að mæta svona keppnismanni. Ég mun sakna þess þegar ég er hættur,“ sagði LeBron James. "One of the best competitors we have in our game." - LeBron James on Jimmy Butler after Game 3Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/HGF8wtpSJA— NBA (@NBA) October 5, 2020 LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Lakers en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris komu næstir með nítján stig hvor. Anthony Davis var búinn að vera stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta í nótt og endaði með 15 stig. Tyler Herro og Kelly Olynyk skoruðu báðir sautján stig fyrir Miami liðið og þá var Duncan Robinson með 13 stig. Leikur fjögur er annað kvöld en það lið verður NBA-meistari sem fyrr vinnur fjóra leiki. Jimmy Butler joins LeBron James (2015) and Jerry West (1969) as the only players in NBA History to record a 40+ point triple-double in the #NBAFinals! pic.twitter.com/QjvvHoyfSt— NBA (@NBA) October 5, 2020 "Win... I want to win."@JimmyButler after his historic Game 3 performance. #NBAFinals Game 4: Tuesday at 9pm/et on ABC pic.twitter.com/Ta8tFe208P— NBA (@NBA) October 5, 2020
NBA Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum