Jimmy Butler magnaður þegar vængbrotið Miami Heat lið vann Lakers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2020 07:31 Jimmy Butler var stórkostlegur í nótt og hér skorar hann eina af körfunum sínum í leiknum. AP/Mark J. Terrill Jimmy Butler átti besta leikinn sinn á ferlinum og einn af þeim betri í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers 115-104 og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Lakers vann tvo fyrstu leikina sannfærandi og að auki meiddust lykilmennirnir Bam Adebayo og Goran Dragic hjá Miami Heat. Útlitið var því svart fyrir þriðja leikinn í nótt og margir farnir að tala um sóp. Einn leikmaður í Miami Heat liðinu var hins vegar ekkert á því að gefast upp. Jimmy Butler endaði leikinn með 40 stiga þrefalda tvennu en hann var með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. 40-point triple-double x Game 3 W! @JimmyButler's 40 PTS, 11 REB, 13 AST push the @MiamiHEAT to the Game 3 win! #NBAFinals #Drop40Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/TjT7VS3h2T— NBA (@NBA) October 5, 2020 „Ég er að alltaf að segja Erik þjálfara að ég sé tilbúinn, tilbúinn fyrir stóra sviðið og fyrir hvað sem hann vill að ég geri,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. „Þetta er það sem hann vildi og þetta er það sem við vildum. Það er erfitt að greina eða lýsa Jimmy þar til að þú upplifir hann á milli línanna fjögurra. Hann er óviðjafnanlegur, afburðar keppnismaður og við þurftum á því að halda í kvöld,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að ná fjörutíu stiga þrennu í lokaúrslitunum. „Hann er einn mesti keppnismaðurinn sem við höfum í leiknum okkar. Ég elska tækifærið að fá að spila á móti honum. Ég veit ekki hversu mörg skipti í viðbót ég fæ á þessu sviði og ég mun því líta til baka í framtíðinni á það að hafa fengið tækifæri til að mæta svona keppnismanni. Ég mun sakna þess þegar ég er hættur,“ sagði LeBron James. "One of the best competitors we have in our game." - LeBron James on Jimmy Butler after Game 3Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/HGF8wtpSJA— NBA (@NBA) October 5, 2020 LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Lakers en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris komu næstir með nítján stig hvor. Anthony Davis var búinn að vera stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta í nótt og endaði með 15 stig. Tyler Herro og Kelly Olynyk skoruðu báðir sautján stig fyrir Miami liðið og þá var Duncan Robinson með 13 stig. Leikur fjögur er annað kvöld en það lið verður NBA-meistari sem fyrr vinnur fjóra leiki. Jimmy Butler joins LeBron James (2015) and Jerry West (1969) as the only players in NBA History to record a 40+ point triple-double in the #NBAFinals! pic.twitter.com/QjvvHoyfSt— NBA (@NBA) October 5, 2020 "Win... I want to win."@JimmyButler after his historic Game 3 performance. #NBAFinals Game 4: Tuesday at 9pm/et on ABC pic.twitter.com/Ta8tFe208P— NBA (@NBA) October 5, 2020 NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Jimmy Butler átti besta leikinn sinn á ferlinum og einn af þeim betri í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar Miami Heat vann Los Angeles Lakers 115-104 og minnkaði þar með muninn í 2-1 í einvígi liðanna um NBA-meistaratitilinn. Los Angeles Lakers vann tvo fyrstu leikina sannfærandi og að auki meiddust lykilmennirnir Bam Adebayo og Goran Dragic hjá Miami Heat. Útlitið var því svart fyrir þriðja leikinn í nótt og margir farnir að tala um sóp. Einn leikmaður í Miami Heat liðinu var hins vegar ekkert á því að gefast upp. Jimmy Butler endaði leikinn með 40 stiga þrefalda tvennu en hann var með 40 stig, 11 fráköst og 13 stoðsendingar í leiknum. 40-point triple-double x Game 3 W! @JimmyButler's 40 PTS, 11 REB, 13 AST push the @MiamiHEAT to the Game 3 win! #NBAFinals #Drop40Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/TjT7VS3h2T— NBA (@NBA) October 5, 2020 „Ég er að alltaf að segja Erik þjálfara að ég sé tilbúinn, tilbúinn fyrir stóra sviðið og fyrir hvað sem hann vill að ég geri,“ sagði Jimmy Butler eftir leikinn. „Þetta er það sem hann vildi og þetta er það sem við vildum. Það er erfitt að greina eða lýsa Jimmy þar til að þú upplifir hann á milli línanna fjögurra. Hann er óviðjafnanlegur, afburðar keppnismaður og við þurftum á því að halda í kvöld,“ sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami Heat. Butler var aðeins þriðji leikmaðurinn í sögunni til að ná fjörutíu stiga þrennu í lokaúrslitunum. „Hann er einn mesti keppnismaðurinn sem við höfum í leiknum okkar. Ég elska tækifærið að fá að spila á móti honum. Ég veit ekki hversu mörg skipti í viðbót ég fæ á þessu sviði og ég mun því líta til baka í framtíðinni á það að hafa fengið tækifæri til að mæta svona keppnismanni. Ég mun sakna þess þegar ég er hættur,“ sagði LeBron James. "One of the best competitors we have in our game." - LeBron James on Jimmy Butler after Game 3Game 4: Tuesday - 9pm/et, ABC pic.twitter.com/HGF8wtpSJA— NBA (@NBA) October 5, 2020 LeBron James var með 25 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar í liði Lakers en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris komu næstir með nítján stig hvor. Anthony Davis var búinn að vera stórkostlegur í fyrstu tveimur leikjunum en skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta í nótt og endaði með 15 stig. Tyler Herro og Kelly Olynyk skoruðu báðir sautján stig fyrir Miami liðið og þá var Duncan Robinson með 13 stig. Leikur fjögur er annað kvöld en það lið verður NBA-meistari sem fyrr vinnur fjóra leiki. Jimmy Butler joins LeBron James (2015) and Jerry West (1969) as the only players in NBA History to record a 40+ point triple-double in the #NBAFinals! pic.twitter.com/QjvvHoyfSt— NBA (@NBA) October 5, 2020 "Win... I want to win."@JimmyButler after his historic Game 3 performance. #NBAFinals Game 4: Tuesday at 9pm/et on ABC pic.twitter.com/Ta8tFe208P— NBA (@NBA) October 5, 2020
NBA Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum