Heiðar Ástvaldsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2020 21:55 Heiðar Ástvaldsson kenndi tugþúsundum Íslendinga dans á hálfri öld sem kennari. Facebook Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum. Dans Andlát Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum.
Dans Andlát Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira