Heiðar Ástvaldsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2020 21:55 Heiðar Ástvaldsson kenndi tugþúsundum Íslendinga dans á hálfri öld sem kennari. Facebook Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum. Dans Andlát Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum.
Dans Andlát Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira