Innlent

47 greindust í gær og einungis fjórðungur í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Covid próf hjá Heilsugæslunni á Suðurlandsbraut
Covid próf hjá Heilsugæslunni á Suðurlandsbraut Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

47 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins ellefu þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Það er innan við fjórðungur. Fjöldi fólks í sóttkví hækkaði verulega á milli daga. 2.554 eru í sóttkví í dag, samanborið við 1.608 í gær.

Átta eru nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Þrettán voru á sjúkrahúsi í gær.

634 manns eru nú í einangrun, samanborið við 652 í gær.

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 148,4 en var 145,9 í gær. Þá er nýgengi landamærasmita nú 7,4 líkt en hún var 7,1 í gær..

Nú hafa 2.921 manns greinst smitaðir af kórónuveiru á Íslandi frá upphafi faraldursins. Tíu þeirra sem hafa veikst af Covid-19 eru látnir.


Tengdar fréttir

Margir í partíum án þess að passa sig

Íslendingar eru búnir að halda of mikið af samkvæmum á undanförnum vikum. Mörg þessara samkvæma hafa leitt til dreifingar nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×