Tölvuþrjótar nýti sér heimsfaraldurinn Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. október 2020 22:37 Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra Europol. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta. Kórónuveiran virðist hafa reynst olía á eld tölvuþrjóta sem herja nú á fólk sem aldrei fyrr, sér í lagi þegar fleiri þurfa að reiða sig á hina stafrænu tækni. Lögregla og fyrirtæki hafa þannig ítrekað þurft að vara við svindlpóstum, smáskilaboðum og svokölluðum vefveiðum. Netöryggi var til umræðu á málþingi sem samgönguráðuneytið stóð fyrir í Hörpu. „Við sáum glæpamenn reyna að nýta sér ástandið þegar í stað með nýjum tilraunum til að svíkja fé af fólki. Það var mikið um falskar vefsíður sem buðu falskar prufur, til dæmis falskt bóluefni, og það var reynt að stela auðkennum fólks víða um heim,“ segir Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol. Hann segir glæpina hafa breyst mikið í gegnum árin og að netþrjótar finni stöðugt nýjar leiðir við að hafa fé af fólki. „Það hafa komið fram ný form glæpa og þetta hefur sprungið út í netöryggisumhverfinu sem við höfum,“ bætir Wainwright við. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þetta mikið og vaxandi vandamál en að þau séu flest unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tugi mála vera á borði lögreglunnar. „Glæpirnir sem við höfum verið að sjá hafa verið svikapóstar, tölvupóstar þar sem reynt er að fá starfsmenn fyrirtækja til að millifæra peninga," segir Daði. Hann segir um tvo milljarða hafa tapast á árinu vegna netglæpa og að dæmi sé um að einstaklingur hafi tapað hundrað milljónum króna í fjárfestingasvindli. Hann segir þó að líklega séu málin miklu fleiri því fólk og fyrirtæki veigri sér við því að tilkynna um slík brot af ótta við að bíða álitshnekki. „Þetta er mjög stórt vandamál og við fórum yfir upphæðir og þá vorum við kannski að tala um tvo milljarða en við reiknum alveg með töluvert hærri fjárhæðum.“ Netglæpir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Tengdar fréttir Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30 Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Netglæpir hafa aukist í kórónuveirufaraldrinum, að sögn fyrrverandi framkvæmdastjóra Europol. Einstaklingur hér á landi mun hafa tapað hundrað milljónum króna eftir að hafa lent í klóm netþrjóta. Kórónuveiran virðist hafa reynst olía á eld tölvuþrjóta sem herja nú á fólk sem aldrei fyrr, sér í lagi þegar fleiri þurfa að reiða sig á hina stafrænu tækni. Lögregla og fyrirtæki hafa þannig ítrekað þurft að vara við svindlpóstum, smáskilaboðum og svokölluðum vefveiðum. Netöryggi var til umræðu á málþingi sem samgönguráðuneytið stóð fyrir í Hörpu. „Við sáum glæpamenn reyna að nýta sér ástandið þegar í stað með nýjum tilraunum til að svíkja fé af fólki. Það var mikið um falskar vefsíður sem buðu falskar prufur, til dæmis falskt bóluefni, og það var reynt að stela auðkennum fólks víða um heim,“ segir Sir Rob Wainwright, meðeigandi Deloitte í Evrópu og fyrrverandi framkvæmdastjóri Europol. Hann segir glæpina hafa breyst mikið í gegnum árin og að netþrjótar finni stöðugt nýjar leiðir við að hafa fé af fólki. „Það hafa komið fram ný form glæpa og þetta hefur sprungið út í netöryggisumhverfinu sem við höfum,“ bætir Wainwright við. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir þetta mikið og vaxandi vandamál en að þau séu flest unnin í samstarfi við erlend lögregluyfirvöld. Daði Gunnarsson hjá netglæpadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir tugi mála vera á borði lögreglunnar. „Glæpirnir sem við höfum verið að sjá hafa verið svikapóstar, tölvupóstar þar sem reynt er að fá starfsmenn fyrirtækja til að millifæra peninga," segir Daði. Hann segir um tvo milljarða hafa tapast á árinu vegna netglæpa og að dæmi sé um að einstaklingur hafi tapað hundrað milljónum króna í fjárfestingasvindli. Hann segir þó að líklega séu málin miklu fleiri því fólk og fyrirtæki veigri sér við því að tilkynna um slík brot af ótta við að bíða álitshnekki. „Þetta er mjög stórt vandamál og við fórum yfir upphæðir og þá vorum við kannski að tala um tvo milljarða en við reiknum alveg með töluvert hærri fjárhæðum.“
Netglæpir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netöryggi Tengdar fréttir Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30 Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Þurfa reglulega að bregðast við vegna dreifingu kláms Ekki er talin þörf á að bregðast við því myndefni sem birt er á vefsíðunni Only Fans. Það sé kynferðislegt en ekki klám. 11. september 2020 20:30
Netsvindl undanfarinna vikna vandað, sannfærandi og sérsniðið að Íslendingum Rannsóknarlögreglumaður ræður fólki alfarið frá því að fylgja tenglum sem berast með skilaboðum netþrjótanna. Slíkir hlekkir séu nær alltaf ávísun á svindl. 31. ágúst 2020 11:13