Finnur Freyr: Ennþá að þróa okkar stíl Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 3. október 2020 09:00 Finnur Freyr spakur á hliðarlínunni í leik gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson var hundfúll eftir að Valsliðið hans tapaði fyrsta leiknum sínum gegn Stjörnunni eftir að hafa leitt bróðurpart leiksins. Leikurinn hefði að hans mati getað farið á báða vegi undir lokin en leikform hans manna þyrfti að batna. Valur tapaði 86-91 fyrir Stjörnunni á heimavelli í fyrsta leik Domino´s deildar karla í gærkvöld. „Kannski komnir stutt á veg. Mér fannst við fá fullt af fínum skotum og skotum sem við munum setja þegar líður á tímabilið,“ sagði Finnur strax byrjaður að líta til næstu leikja. „Ég er eiginlega fúlastur með hluti sem að við ræddum um að við vildum gera varnarlega en klikkuðum á í seinni hálfleik,“ hélt Finnur áfram, en liðið hans missti leikinn aðeins frá sér í seinni hálfleik þegar fór að draga aðeins af aðalmönnum hans. Hann hrósaði hins vegar andstæðingunum sínum. „Stjörnuliðið frábært og Mirza flottur í seinni hálfleik,“ sagði Finnur, en Mirza Sarajlija, evrópskur leikmaður Stjörnunnar lék Valsmenn grátt á köflum í leiknum. Mistök Valsliðsins í leiknum voru fjölmörg að mati Finns og hann var ekki lengi að benda á hvað fór illa. „Tapaðir boltar, þriggja stiga körfur eftir sóknarfráköst og óþarfa hraðaupphlaup og sniðskot,“ útskýrði hann sem ástæður þess að þeir hefðu misst frá sér þennan fyrsta deildarleik tímabilsins. Framlag bekkjarins hjá Val var lítið í leiknum en Finnur Freyr hafði engar sérstakar áhyggjur af því. „Nei, ekki á þessum tímapunkti.“ Finnur Freyr sagði að lið hans væri enn að hrista sig saman á meðan að Stjarnan væri að þeir væru í bili lengra komnir í undirbúningi sínum. „Munurinn á okkur og Stjörnunni er að þeir eru búnir að finna sinn stíl á meðan að við erum ennþá að þróa okkar,“ sagði hann, enda hefði hans lið ekki náð að æfa mjög lengi saman. Þá vantar líka ennþá bandarískan leikmann, enn sem komið er. Gleðin með að tímabilið væri loksins hafið á ný leyndi sér ekki þó að lið Finns hafi tapað í kvöld. „Gaman að vera kominn heim og gaman að vera aftur farinn að tuða í íslenskum dómurum,“ sagði Finnur með bros á vör og bætti við hve gaman væri að vera að spila aftur gegn leikmönnum og þjálfurum sem að hann þekkti vel. Finnur bjóst fyllilega við að áhorfendur myndu halda áfram að skila sér jafn vel ef ekki betur og í kvöld. „Ég hef fulla trú á því að við getum komið fleirum í stúkuna og orðið betri og betri eftir því sem á líður,“ sagði hann að lokum um mætingu áhangenda Vals og frammistöðu liðsins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 86-91 | Stjarnan lagði nýtt lið Vals í fyrsta leik Stjörnum prýtt lið Vals tók á móti deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar á Hlíðarenda í kvöld. Fór það svo að Garðbæingar unnu leikinn með fimm stiga mun, lokatölur 91-86 í hörkuleik. 2. október 2020 23:45