Ekki útlit fyrir margar haustlægðir í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 10:18 Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir en það gæti orðið kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Vísir/Vilhelm Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars. Veður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars.
Veður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira