Erlent

Ný­sjá­lendingum brátt heimilt að heim­sækja Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Frá alþjóðaflugvellinum í Sydney.
Frá alþjóðaflugvellinum í Sydney. Getty

Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum.

Frá 16. október næstkomandi verður Nýsjálendinum gert kleift að fljúga til héraðanna Nýju Suður-Wales og Norðursvæðisins án þess að þurfa að undirgangast sóttkví.

Ákvörðunin hefur verið tekin einhliða af Áströlum og segir varaforsætisráðherra Ástrala að það sé undir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýsjálendinga, komið, hvort Ástralir fái viðlíka móttökur þar í landi.

Ástralir og Nýsjálendingar lokuðu landamærunum í mars til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×