Innlent

Tækni­skólinn hlaut Gull­eplið í ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tækniskólinn hlaut verðlaunin Gulleplið í ár.
Tækniskólinn hlaut verðlaunin Gulleplið í ár. Vísir/Vilhelm

Tækniskólinn hlaut verðlaun Gulleplisins við hátíðlega athöfn í Flensborgarskóla í Hafnarfirði í dag. Gulleplið var afhent í tíunda skiptið og var það Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti verðlaunin.

Verðlaunin eru veitt þeim skóla sem skarar fram úr á fyrir fram ákveðnum þætti í skólastarfi sem í ár var skólatengsl og var það samdóma álit dómnefndar að Tækniskólinn stæði framar öðrum með nýjum áherslum er lúta að skólatengslum. Það er tengslum nemenda við aðra nemendur og starfsfólk skólans.

Þá voru einnig veitt heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi heilsueflingarstarf í framhaldsskóla við sömu athöfn. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hlaut þau verðlaun en skólinn hefur unnið ötullega að heilsueflingu síðastliðinn áratug. Segir í tilkynningu á vef landlæknisembættisins að í skólanum hafi því skapast heilsueflandi menning sem speglist meðal annars í auknu námsframboði tengdu heilsu og vellíðan og góðu utanumhaldi um nemendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×