Innlent

Kynferðisbrotadeildin send heim vegna smits

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur einnig unnið með smitrakningarteymi almannaverna í kórónuveirufaraldrinum.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur einnig unnið með smitrakningarteymi almannaverna í kórónuveirufaraldrinum. Vísir/Egill

Starfsmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur greinst með kórónuveiruna. Aðrir starfsmenn deildarinnar sinna vinnu sinni að heiman vegna þessa.

Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við Vísi að starfsmenn deildarinnar séu ekki í eiginlegri sóttkví þar sem smitrakningin hafi ekki náð til þeirra.

Eftir að smitið kom upp hafi þó verið ákveðið að senda nær alla deildina, um tólf starfsmenn, heim að vinna til að gæta fyllsta öryggis. Ævar segir að þeim verkefnum sem þola enga bið sé þó enn sinnt á hefðbundinn hátt. 

Nokkrir starfsmenn lögreglunnar hafa greinst með kórónuveiruna síðan faraldurinn hófst í vor. Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu þurftu til að mynda að fara í sóttkví í byrjun ágúst eftir að samstarfsmaður greindist með veiruna. Þá smituðust lögregluþjónar á Suðurlandi af veirunni við störf í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×