Umfjöllun og viðtöl: KR Njarðvík 80-92 | Enn og aftur vann Njarðvík í Vesturbænum Ísak Hallmundarson skrifar 1. október 2020 23:05 Logi Gunnarsson og félagar í Njarðvík byrja tímabilið af krafti. vísir/bára Þriðja árið í röð sóttu Njarðvíkingar tvö stig í Vesturbæ Reykjavíkur þegar liðið lagði KR-inga 92-80 í 1. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar skoruðu fyrstu fimm stig leiksins en eftir það var fyrsti leikhluti nokkuð jafn. Varnarleikurinn liðanna var ekkert sérstakur í fyrri hálfleiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22-26 Njarðvík í vil. Njarðvík byrjaði annan leikhluta betur og náði átta stiga forskoti á einum tímapunkti. Zvonko Buljan var atkvæðamestur í Njarðvíkurliðinu í fyrri hálfleik og skoraði 20 stig. KR náði að minnka muninn í eitt stig þegar þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum, en Roberts Stumbris fór fyrir liði KR og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í leikhlutanum. Rodney Glasgow endaði fyrri hálfleik á að setja niður þriggja stiga flautukörfu og var staðan í hálfleik 52-47 fyrir Njarðvíkingum. KR komst yfir í fyrsta sinn í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar Matthías Orri Sigurðarson skoraði fjögur stig í röð og kom heimamönnum í 53-52. Eftir það kom góður kafli hjá Njarðvík og komust þeir átta stigum yfir, en þá skoruðu KR sjö stig í röð og minnkuðu muninn í 70-71. Sóknarleikur KR-inga fjaraði út í fjórða leikhluta og náðu gestirnir mest 14 stiga forskoti. Maciek Baginski átti frábæran fjórða leikhluta og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð um miðjan leikhlutan og kom þá Suðurnesjaliðinu tíu stigum yfir. Að lokum sigraði Njarðvík leikinn 92-80. Af hverju vann Njarðvík? Þeir nýttu skotin sín betur, þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem þeir voru með 40% nýtingu á móti 30% nýtingu KR. Þá var varnarleikur Njarðvíkur þéttari og þeir unnu frákastabaráttuna. Hverjir stóðu upp úr? Zvonko Buljan í fyrri hálfleik hjá Njarðvík, skoraði 20 stig og var allt í öllu í teignum. Hann var samtals með 25 stig og 11 fráköst. Maciek Baginski átti frábæran seinni hálfleik og skoraði samtals 22 stig í leiknum, þar af setti hann niður tvo mikilvæga þrista í lokaleikhlutanum sem gerðu nánast út um leikinn. Matthías Orri Sigurðarson átti góðan leik fyrir KR með 21 stig og sjö stoðsendingar. Roberts Stumbris var einnig flottur í sínum fyrsta leik með KR og skoraði hann 21 stig í leiknum, með 62% þriggja stiga nýtingu. Hvað gerist næst? Það sem gerist næst er að KR fær Tindastól í heimsókn næsta föstudag eftir viku en Njarðvík tekur á móti Haukum daginn eftir það. Einar Árni: Tvö stig það eina sem skipti máli ,,Alltaf ánægjulegt að byrja mótið af krafti. Frábært að koma hingað og vinna þriðja árið í röð í deildinni. Ég er mjög ánægður með stigin tvö og kraftinn og karakterinn í mínu liði. Við vorum ekkert að spila besta körfuboltann og vitum það alveg. Þetta er allt öðruvísi undirbúningstímabil, miklu færri leikir, þetta er kannski ekki spurning um einhverja fagurfræði heldur bara að vilja leggja sig fram og vinna. Við tökum fullt af góðum hlutum úr þessum leik en líka fullt af hlutum sem við þurfum að vinna í,‘‘ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, nokkuð kátur eftir leik. ,,Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með sigurinn, en auðvitað þurfum við að gera margt mikið betur varnarlega. Það voru of margar auðveldar körfur sem við gáfum í dag. En ég fer bara sæll og glaður með tvö stig héðan, það var í rauninni það eina sem skipti máli,"sagði Einar að lokum. Darri Freyr: Þetta er bara ferli ,,Ég held við höfum klikkað á því sem við ætluðum að vera góðir í. Þeir skutu 40% af þriggja stiga línunni, við þurfum að standa okkur betur í að hlaupa þá af línunni, og þeir bara skoruðu of mikið." ,,Við vitum að þetta er bara ferli og við erum ekki að búast við því sjálfir að vera á toppnum í þessum fyrstu leikjum. Við erum að breyta fullt af hlutum og það tekur tíma. Við þurfum að sýna þolinmæði og hafa augun á því sem skiptir máli,‘‘ sagði Darri Freyr Atlason, nýr þjálfari KR, eftir fyrsta mótsleik sinn með liðinu. ,,Við ætlum að reyna að auka hraðann aðeins í leiknum, að sama skapi taka í burtu þriggja stiga skot og reyna að þvinga fólk í að setja boltann í gólfið, það lukkaðist hvorugt viðfangsefnið í dag. Þetta hefur gengið upp og ofan í þessum æfingaleikjum sem við höfum spilað og það er bara eðlilegt að taki smá tíma að detta í gírinn með þessi nýju áhersluatriði,‘‘ sagði Darri Freyr að lokum aðspurður út í framhaldið. Dominos-deild karla UMF Njarðvík KR
Þriðja árið í röð sóttu Njarðvíkingar tvö stig í Vesturbæ Reykjavíkur þegar liðið lagði KR-inga 92-80 í 1. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Njarðvíkingar skoruðu fyrstu fimm stig leiksins en eftir það var fyrsti leikhluti nokkuð jafn. Varnarleikurinn liðanna var ekkert sérstakur í fyrri hálfleiknum. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22-26 Njarðvík í vil. Njarðvík byrjaði annan leikhluta betur og náði átta stiga forskoti á einum tímapunkti. Zvonko Buljan var atkvæðamestur í Njarðvíkurliðinu í fyrri hálfleik og skoraði 20 stig. KR náði að minnka muninn í eitt stig þegar þrjár mínútur voru eftir af hálfleiknum, en Roberts Stumbris fór fyrir liði KR og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í leikhlutanum. Rodney Glasgow endaði fyrri hálfleik á að setja niður þriggja stiga flautukörfu og var staðan í hálfleik 52-47 fyrir Njarðvíkingum. KR komst yfir í fyrsta sinn í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar Matthías Orri Sigurðarson skoraði fjögur stig í röð og kom heimamönnum í 53-52. Eftir það kom góður kafli hjá Njarðvík og komust þeir átta stigum yfir, en þá skoruðu KR sjö stig í röð og minnkuðu muninn í 70-71. Sóknarleikur KR-inga fjaraði út í fjórða leikhluta og náðu gestirnir mest 14 stiga forskoti. Maciek Baginski átti frábæran fjórða leikhluta og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð um miðjan leikhlutan og kom þá Suðurnesjaliðinu tíu stigum yfir. Að lokum sigraði Njarðvík leikinn 92-80. Af hverju vann Njarðvík? Þeir nýttu skotin sín betur, þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem þeir voru með 40% nýtingu á móti 30% nýtingu KR. Þá var varnarleikur Njarðvíkur þéttari og þeir unnu frákastabaráttuna. Hverjir stóðu upp úr? Zvonko Buljan í fyrri hálfleik hjá Njarðvík, skoraði 20 stig og var allt í öllu í teignum. Hann var samtals með 25 stig og 11 fráköst. Maciek Baginski átti frábæran seinni hálfleik og skoraði samtals 22 stig í leiknum, þar af setti hann niður tvo mikilvæga þrista í lokaleikhlutanum sem gerðu nánast út um leikinn. Matthías Orri Sigurðarson átti góðan leik fyrir KR með 21 stig og sjö stoðsendingar. Roberts Stumbris var einnig flottur í sínum fyrsta leik með KR og skoraði hann 21 stig í leiknum, með 62% þriggja stiga nýtingu. Hvað gerist næst? Það sem gerist næst er að KR fær Tindastól í heimsókn næsta föstudag eftir viku en Njarðvík tekur á móti Haukum daginn eftir það. Einar Árni: Tvö stig það eina sem skipti máli ,,Alltaf ánægjulegt að byrja mótið af krafti. Frábært að koma hingað og vinna þriðja árið í röð í deildinni. Ég er mjög ánægður með stigin tvö og kraftinn og karakterinn í mínu liði. Við vorum ekkert að spila besta körfuboltann og vitum það alveg. Þetta er allt öðruvísi undirbúningstímabil, miklu færri leikir, þetta er kannski ekki spurning um einhverja fagurfræði heldur bara að vilja leggja sig fram og vinna. Við tökum fullt af góðum hlutum úr þessum leik en líka fullt af hlutum sem við þurfum að vinna í,‘‘ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, nokkuð kátur eftir leik. ,,Ég er auðvitað gríðarlega ánægður með sigurinn, en auðvitað þurfum við að gera margt mikið betur varnarlega. Það voru of margar auðveldar körfur sem við gáfum í dag. En ég fer bara sæll og glaður með tvö stig héðan, það var í rauninni það eina sem skipti máli,"sagði Einar að lokum. Darri Freyr: Þetta er bara ferli ,,Ég held við höfum klikkað á því sem við ætluðum að vera góðir í. Þeir skutu 40% af þriggja stiga línunni, við þurfum að standa okkur betur í að hlaupa þá af línunni, og þeir bara skoruðu of mikið." ,,Við vitum að þetta er bara ferli og við erum ekki að búast við því sjálfir að vera á toppnum í þessum fyrstu leikjum. Við erum að breyta fullt af hlutum og það tekur tíma. Við þurfum að sýna þolinmæði og hafa augun á því sem skiptir máli,‘‘ sagði Darri Freyr Atlason, nýr þjálfari KR, eftir fyrsta mótsleik sinn með liðinu. ,,Við ætlum að reyna að auka hraðann aðeins í leiknum, að sama skapi taka í burtu þriggja stiga skot og reyna að þvinga fólk í að setja boltann í gólfið, það lukkaðist hvorugt viðfangsefnið í dag. Þetta hefur gengið upp og ofan í þessum æfingaleikjum sem við höfum spilað og það er bara eðlilegt að taki smá tíma að detta í gírinn með þessi nýju áhersluatriði,‘‘ sagði Darri Freyr að lokum aðspurður út í framhaldið.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum