Menntun, þroski og COVID Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 1. október 2020 11:31 Líf okkar allra og aðgengi að námi og menntun hefur tekið stakkaskiptum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Menntakerfi um allan heim hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í skóla- og frístundastarfi vegna þeirrar takmarkana sem baráttan við kórónaveiruna hefur valdið. Vitað er að skólaganga mörg hundruð milljóna barna og ungmenna um heim allan hefur raskast verulega á árinu 2020. Börnin og unglingar hafa jafnframt orðið af dýrmætum tækifærum til að umgangast jafnaldra og vini og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Á sama tíma má segja að það hafi orðið bylting í starfsháttum allra skólastiga á örskotstundu þegar fyrsta bylgja kófsins skall á síðastliðið vor. Mikil aðlögunarhæfni, samvinna ólíkra fagstétta og notkun á stafrænni tækni og miðlun kom því til leiðar að hægt var að halda skólastarfi gangandi hér á landi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur lögðumst við öll á árarnar. Markmiðið var að tryggja velferð allra einstaklinga og halda takti í samfélaginu gangandi. Þetta verður áfram erindi okkar næstu mánuði og ár. Föstudagurinn 2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa sem er haldinn hátíðlegur víða um heim. Þroskaþjálfafræði er ein af mörgum námsbrautum og fræðigreinum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Störf þroskaþjálfa grundvallast á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði sérhvers einstaklings. Þroskaþjálfar styðja einstaklinga til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, meðal annars í menntakerfinu og í skólum. Því miður benda fyrstu niðurstöður á áhrifum samkomubanns og COVID-19 til þess að börn sem standa höllum fæti, svo sem vegna fötlunar, þjóðernis eða félagslegrar stöðu, hafi orðið fyrir neikvæðari áhrifum heimsfaraldursins en önnur börn. Rannsóknir á sviði þroskaþjálfafræða beinast ekki hvað síst að því að þróa aðferðir til að gera öllum kleift á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Á þeim umbrotatímum sem við nú lifum er þýðingarmikið að taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu og innsæi í félagslegan veruleika. Við höfum fylgst með fremstu vísindamönnum heims rannsaka og ræða gerð kórónuveirunnar, rýna í smitleiðir og legga mat á áhrif veirunnar á fólk. Mannleg hegðun og breytileiki milli einstaklinga er einn mesti óvissuþátturinn. Menntarannsóknir gegna því hlutverki að varpa ljósi á þau margþættu öfl sem móta þroska og nám hvers einstaklings. Ég hef þá trú að einlæg þekkingarleit og hógvær en staðföst barátta fyrir því að skilja heiminn betur sé lykillinn að farsælla samfélagi. Með því að gera öllum kleift að þroska hæfni sína og færni, óháð aldri, kyni, þjóðerni og/eða fötlun, rennum við styrkari stoðum undir samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn er á vissan hátt áminning um að við erum hluti af náttúrunni og verðum að vernda hana og virða. Stóru spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir eru þessar: Munum við taka lífshætti okkar til raunverulegrar endurskoðunar eða falla aftur í fyrra far? Munum við nýta þann lærdóm sem kófið hefur fært okkur til að efla menntakerfið okkar? Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Ráðstefnan er lifandi vettvangur miðlunar, upplýsinga og samráðs á sviði menntunar. Þekking og þróun á því sviði er lykillinn að því að skapa farsælt og sjálfbært samfélag, samfélag jöfnuðar og samfélag þar sem draumar rætast. Innan menntakerfisins sem utan eru öfl sem geta ýmist stutt við nám og þroska eða skapað hindranir á lífsleið einstaklinga. Við verðum að skilja þessu öfl betur og draga þau fram í dagsljósið. Framtíðin er núna – tökum þátt í að skapa hana! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggist á ávarpi höfundar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin verður rafrænt dagana 1. og 2. október næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Líf okkar allra og aðgengi að námi og menntun hefur tekið stakkaskiptum vegna heimsfaraldurs COVID-19. Menntakerfi um allan heim hafa þurft að laga sig að breyttum aðstæðum í skóla- og frístundastarfi vegna þeirrar takmarkana sem baráttan við kórónaveiruna hefur valdið. Vitað er að skólaganga mörg hundruð milljóna barna og ungmenna um heim allan hefur raskast verulega á árinu 2020. Börnin og unglingar hafa jafnframt orðið af dýrmætum tækifærum til að umgangast jafnaldra og vini og taka þátt í skipulögðu frístundastarfi. Á sama tíma má segja að það hafi orðið bylting í starfsháttum allra skólastiga á örskotstundu þegar fyrsta bylgja kófsins skall á síðastliðið vor. Mikil aðlögunarhæfni, samvinna ólíkra fagstétta og notkun á stafrænni tækni og miðlun kom því til leiðar að hægt var að halda skólastarfi gangandi hér á landi. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur lögðumst við öll á árarnar. Markmiðið var að tryggja velferð allra einstaklinga og halda takti í samfélaginu gangandi. Þetta verður áfram erindi okkar næstu mánuði og ár. Föstudagurinn 2. október er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa sem er haldinn hátíðlegur víða um heim. Þroskaþjálfafræði er ein af mörgum námsbrautum og fræðigreinum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Störf þroskaþjálfa grundvallast á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði sérhvers einstaklings. Þroskaþjálfar styðja einstaklinga til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, meðal annars í menntakerfinu og í skólum. Því miður benda fyrstu niðurstöður á áhrifum samkomubanns og COVID-19 til þess að börn sem standa höllum fæti, svo sem vegna fötlunar, þjóðernis eða félagslegrar stöðu, hafi orðið fyrir neikvæðari áhrifum heimsfaraldursins en önnur börn. Rannsóknir á sviði þroskaþjálfafræða beinast ekki hvað síst að því að þróa aðferðir til að gera öllum kleift á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Á þeim umbrotatímum sem við nú lifum er þýðingarmikið að taka ákvarðanir sem byggjast á þekkingu og innsæi í félagslegan veruleika. Við höfum fylgst með fremstu vísindamönnum heims rannsaka og ræða gerð kórónuveirunnar, rýna í smitleiðir og legga mat á áhrif veirunnar á fólk. Mannleg hegðun og breytileiki milli einstaklinga er einn mesti óvissuþátturinn. Menntarannsóknir gegna því hlutverki að varpa ljósi á þau margþættu öfl sem móta þroska og nám hvers einstaklings. Ég hef þá trú að einlæg þekkingarleit og hógvær en staðföst barátta fyrir því að skilja heiminn betur sé lykillinn að farsælla samfélagi. Með því að gera öllum kleift að þroska hæfni sína og færni, óháð aldri, kyni, þjóðerni og/eða fötlun, rennum við styrkari stoðum undir samfélagið. Kórónuveirufaraldurinn er á vissan hátt áminning um að við erum hluti af náttúrunni og verðum að vernda hana og virða. Stóru spurningarnar sem við stöndum frammi fyrir eru þessar: Munum við taka lífshætti okkar til raunverulegrar endurskoðunar eða falla aftur í fyrra far? Munum við nýta þann lærdóm sem kófið hefur fært okkur til að efla menntakerfið okkar? Menntakvika, árleg ráðstefna Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, leiðir saman á hverju ári fjölda fagfólks og hagsmunaaðila sem láta sig menntun og menntavísindi varða. Ráðstefnan er lifandi vettvangur miðlunar, upplýsinga og samráðs á sviði menntunar. Þekking og þróun á því sviði er lykillinn að því að skapa farsælt og sjálfbært samfélag, samfélag jöfnuðar og samfélag þar sem draumar rætast. Innan menntakerfisins sem utan eru öfl sem geta ýmist stutt við nám og þroska eða skapað hindranir á lífsleið einstaklinga. Við verðum að skilja þessu öfl betur og draga þau fram í dagsljósið. Framtíðin er núna – tökum þátt í að skapa hana! Höfundur er forseti Menntavísindasviðs HÍ. Grein þessi byggist á ávarpi höfundar á Menntakviku, árlegri ráðstefnu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem haldin verður rafrænt dagana 1. og 2. október næstkomandi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun