Serena dregur sig úr keppni vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. september 2020 23:00 Serena komst í gegnum 1. umferð þrátt fyrir meiðslin. Stephane Cardinale/Getty Images Tennisdrottningin Serena Williams hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis. Ástæðan er meiðsli á hásin sem hafa verið að hrjá hana síðan á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. Hin 39 ára gamla Williams hefur unnið 23 unnið meistaramót í tennis í einliðaleik. Hún stefnir á að ná Margaret Court sem vann á sínum 24 meistaramót. Hún nær því ekki að þessu sinni en hún átti að spila gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í 2. umferð mótsins í dag. „Ég held ég þurfi fjórar til sex vikur þar sem ég geri ekki neitt. Ég hef átt erfitt með gang svo það er næg sönnun að ég þurfi á hvíld að halda,“ sagði Serena á blaðamannafundi í dag. „Meiðsli á hásin eru ein af þeim verstu sem maður fær, ég vill ekki gera þau enn verri.“ Serena komst reyndar í gegnum fyrstu umferð mótsins sem fram fer á honum goðsagnakennda Roland Garros-velli í París. „Í öðru settinu fann ég að ég var farin að haltra. Ég varð að einbeita mér að því að ganga beint svo ég myndi ekki haltra. Ég reyndi – og mun alltaf – að gefa allt sem ég á. Get huggað mig við það. Ég er ekki viss um að ég spili á öðru móti í ár, ég er bara óheppin með tímasetningu í rauninni,“ sagði Serena einnig á blaðamannafundinum. Serena hefur þrívegis unnið Opna franska meistaramótið, árin 2002, 2013 og 2015. Hún er sem stendur í 9. sæti á heimslistanum. Hin 33 ára gamla Pironkova kemst áfram í 3. umferð þar sem Serena gefur viðureignina. Íþróttir Tennis Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams hefur dregið sig úr keppni á Opna franska meistaramótinu í tennis. Ástæðan er meiðsli á hásin sem hafa verið að hrjá hana síðan á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. Hin 39 ára gamla Williams hefur unnið 23 unnið meistaramót í tennis í einliðaleik. Hún stefnir á að ná Margaret Court sem vann á sínum 24 meistaramót. Hún nær því ekki að þessu sinni en hún átti að spila gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í 2. umferð mótsins í dag. „Ég held ég þurfi fjórar til sex vikur þar sem ég geri ekki neitt. Ég hef átt erfitt með gang svo það er næg sönnun að ég þurfi á hvíld að halda,“ sagði Serena á blaðamannafundi í dag. „Meiðsli á hásin eru ein af þeim verstu sem maður fær, ég vill ekki gera þau enn verri.“ Serena komst reyndar í gegnum fyrstu umferð mótsins sem fram fer á honum goðsagnakennda Roland Garros-velli í París. „Í öðru settinu fann ég að ég var farin að haltra. Ég varð að einbeita mér að því að ganga beint svo ég myndi ekki haltra. Ég reyndi – og mun alltaf – að gefa allt sem ég á. Get huggað mig við það. Ég er ekki viss um að ég spili á öðru móti í ár, ég er bara óheppin með tímasetningu í rauninni,“ sagði Serena einnig á blaðamannafundinum. Serena hefur þrívegis unnið Opna franska meistaramótið, árin 2002, 2013 og 2015. Hún er sem stendur í 9. sæti á heimslistanum. Hin 33 ára gamla Pironkova kemst áfram í 3. umferð þar sem Serena gefur viðureignina.
Íþróttir Tennis Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Sjá meira