Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur mynda meirihluta og Björn verður sveitarstjóri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 18:43 Gert er ráð fyrir að Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, verði sveitarstjóri í nýju sameinuðu sveitarfélagi. Björn var jafnframt formaður sameiningarnefndar við undirbúning sameiningarinnar. Vísir/Egill Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Stefnt er að því að semja við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að taka að sér starf sveitarstjóra í sveitarfélaginu út kjörtímabilið. Að því er fram kemur í tilkynningu um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi var samningurinn undirritaður rafrænt „til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.“ Gert er ráð fyrir töluverðum stjórnkerfisbreytingum samhliða sameiningu sveitarfélaganna og verða nefndir og ráð öllu færri en áður hefur tíðkast. Fundir verða tíðari og nefndir og ráð munu fara með aukin verkefni. Sjálfstæðismenn munu tilnefna sinn fulltrúa í embætti forseta bæjarstjórnar og formanns byggðaráðs, auk þess að fara með formennsku í nýju fjölskylduráði. Framsóknarmenn munu hins vegar fara með formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. „Í málefnasamningnum er komið víða við. Áhersla er lögð á að byggja upp stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags með starfsemi í öllum byggðakjörnum, ná fram sérhæfingu starfsfólks, samlegð í rekstri og betri nýtingu fjármuna. Hefja á vinnu við nýtt aðalskipulag og húsnæðisáætlun auk þess sem þrýst verði á um samgöngubætur, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og að fé verði veitt til hafnaframkvæmda,“ segir í tilkynningunni. „Boðað er að stutt verði við uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu og einnig að sveitarfélagið geti boðið öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist. Í því skyni verði unnið að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum. Einnig er rík áhersla lögð á bætta heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og að komið verði upp aðstöðu til fullkominnar bráðagreiningar við heilsugæsluna á Egilsstöðum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá verði lögð áhersla á ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað varðar mótun hefða og venja í nýju stjórnkerfi og er því jafnframt heitið að lögð verði áhersla á góða samvinnu allra fulltrúa í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmál Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Gauti Jóhannesson og Stefán Bogi Sveinsson, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, undirrituðu í dag málefnasamning um myndun meirihluta í sveitarstjórn. Stefnt er að því að semja við Björn Ingimarsson, bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs, um að taka að sér starf sveitarstjóra í sveitarfélaginu út kjörtímabilið. Að því er fram kemur í tilkynningu um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi var samningurinn undirritaður rafrænt „til að leggja áherslu á vilja framboðanna til að þróa rafræna stjórnsýslu þar sem fulltrúar hvaðanæva að úr sveitarfélaginu geti tekið virkan þátt í starfsemi þess.“ Gert er ráð fyrir töluverðum stjórnkerfisbreytingum samhliða sameiningu sveitarfélaganna og verða nefndir og ráð öllu færri en áður hefur tíðkast. Fundir verða tíðari og nefndir og ráð munu fara með aukin verkefni. Sjálfstæðismenn munu tilnefna sinn fulltrúa í embætti forseta bæjarstjórnar og formanns byggðaráðs, auk þess að fara með formennsku í nýju fjölskylduráði. Framsóknarmenn munu hins vegar fara með formennsku í nýju umhverfis- og framkvæmdaráði. „Í málefnasamningnum er komið víða við. Áhersla er lögð á að byggja upp stjórnsýslu hins nýja sveitarfélags með starfsemi í öllum byggðakjörnum, ná fram sérhæfingu starfsfólks, samlegð í rekstri og betri nýtingu fjármuna. Hefja á vinnu við nýtt aðalskipulag og húsnæðisáætlun auk þess sem þrýst verði á um samgöngubætur, uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og að fé verði veitt til hafnaframkvæmda,“ segir í tilkynningunni. „Boðað er að stutt verði við uppbyggingu fiskeldis í sveitarfélaginu og einnig að sveitarfélagið geti boðið öllum börnum frá 12 mánaða aldri leikskólavist. Í því skyni verði unnið að staðarvali og hönnun nýs leikskóla á Egilsstöðum. Einnig er rík áhersla lögð á bætta heilbrigðisþjónustu í sveitarfélaginu og að komið verði upp aðstöðu til fullkominnar bráðagreiningar við heilsugæsluna á Egilsstöðum,“ segir ennfremur í tilkynningunni. Þá verði lögð áhersla á ábyrgð kjörinna fulltrúa hvað varðar mótun hefða og venja í nýju stjórnkerfi og er því jafnframt heitið að lögð verði áhersla á góða samvinnu allra fulltrúa í sveitarstjórn.
Sveitarstjórnarmál Djúpivogur Fljótsdalshérað Borgarfjörður eystri Seyðisfjörður Múlaþing Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira