Segir að leikmenn og þjálfarar Gróttu þurfi ekki að hafa áhyggjur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2020 16:11 Úr leik með Gróttu í Olís-deild karla. vísir/hulda margrét Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Hljóðið var gott í Braga Björnssyni, formanni aðalstjórnar Gróttu, í dag. Í gærkvöldi átti aðalstjórn Gróttu fund með handknattleiksdeild félagsins sem hætti í síðustu viku vegna ágreinings um uppgjör á 23 milljón króna skuld deildarinnar. Bragi segir að ágreiningurinn hafi byggst að hluta til á misskilningi og er bjartsýnn á að meðlimir fráfarandi stjórnar handknattleiksdeildar haldi áfram störfum fyrir Gróttu. „Í stuttu máli áttum við mjög góðar og hreinskilnar viðræður um stöðu mála í gær. Það kom nú í ljós að hluti af þessum ágreiningi virðist byggður á misskilningi. Þannig við munum fara nánar yfir málin og það mun finnast farsæl lausn á næstu dögum og það verði komin stjórn hjá deildinni á allra næstu dögum. Og allir þeir sem sátu í stjórn deildarinnar muni starfa fyrir hana á einn eða annan hátt. Þetta er allt gott Gróttufólk sem ber miklar taugar til félagsins,“ sagði Bragi í samtali við Vísi í dag. „Þau eru ekki búin að lýsa því yfir að þau ætli öll að vera áfram en ég tel miklar líkur að stjórnin muni starfa áfram í hluta eða heild og þeir sem sitji ekki í stjórn sinni öðrum störfum fyrir deildina. Með öðrum orðum er enginn að rjúka á dyr og skella á eftir sér.“ Eins og áður sagði greindi aðalstjórn og handknattleiksdeild Gróttu á um hvernig gera ætti upp gamla skuld deildarinnar. Í samtali við Vísi í fyrradag sagðist Lárus Gunnarsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildarinnar, og hann og aðrir í stjórninni hefðu ekki verið tilbúnir að skuldsetja deildina til næstu 20 ára. Bragi segir að nú sé rætt hvernig eigi að ganga frá skuldinni. „Við erum að ræða það núna en ég get ekki sagt annað. Ég held að kergjan sé aðallega tilkomin því menn misskildu upplegg aðalstjórnar. Þess vegna voru menn að tala út og suður en þegar þeir áttuðu sig á því fóru þeir að skoða stöðuna upp á nýtt. Það er engin lokaniðurstaða af fundinum í gær. Við erum að vinna þetta mál,“ sagði Bragi. Hann segir að leikmenn meistaraflokka Gróttu og þjálfarar þurfi ekki að hafa áhyggjur af stöðu mála. „Það er engin breyting á rekstri deildarinnar. Skuldin snýr að starfi meistaraflokkanna en aðalstjórn krefur ekki um greiðslu á henni á þessu ári. Skuldin hefur engin áhrif á rekstur deildarinnar á þessu keppnistímabili. Þetta hefur engin áhrif á leikmenn, þjálfara eða aðra sem þiggja einhver laun hjá Gróttu,“ sagði Bragi að lokum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Grótta Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni