Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 13:53 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. Átta eru inniliggjandi, þar af tveir á gjörgæslu. Svo virðist sem sýkingin sé nú að berast í viðkvæmari hópa en áður, að mati sóttvarnalæknis. Þá gæti þurft að hafa stöðuna á Landspítalanum til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um framhald veiruaðgerða. Þrjátíu og þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru nítján í sóttkví við greiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að tölur dagsins séu í samræmi við það sem búist var við. Faraldurinn er nú talinn ganga hægt niður, líkt og lýst er í nýju spálíkani sem birtist í gær. „Við erum aðallega að horfa á fjöldann sem er utan sóttkvíar, sem er merki um samfélagslegt smit. Við vitum að þessi mikli fjöldi sem er í sóttkví, um það bil fimm prósent af honum hafa verið að veikjast þannig að við eigum eftir að sjá fleiri í þeim hópi veikjast.“ Þá segir Þórólfur það áhyggjuefni hversu margir liggi nú inni á sjúkrahúsi vegna Covid. Aldursbil sjúklinganna er frá þrítugsaldri og upp í sjötugsaldur. „Þessi veikindi sem fylgja þessari sýkingu er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Fram að þessu höfum við ekki verið að sjá mikið af alvarlegum veikindum og teljum að það hafi stafað af því að frekar ungt fólk væri að sýkjast og alvarlegri veikindi sæjust hjá eldri einstaklingum. Það gæti þannig tekið smá tíma fyrir sýkinguna að berast yfir í viðkvæmari hópa. Mér sýnist það vera að gerast að hluta til núna. Þá kemur þetta í ljós, þessi alvarlegu veikindi með innlögnum.“ Þórólfur segir hlutfall alvarlegra veikinda og spítalainnlagna af fjölda þeirra sem greinast með veiruna vissulega lægra nú en það var í vetur – en þó ekki svo mjög. „Ég held að þegar fram líða stundir sjáum við það að alvarleiki sýkingarinnar er ekkert minni núna en var þá.“ Staðan á spítalanum hafi mikið að segja Þórólfur telur líklegt að fleiri leggist inn á sjúkrahús vegna Covid-19 næstu daga miðað við fjölda þeirra sem smitaðir eru á landinu. „Það er áhyggjuefni. Þá þurfum við að fá góða mynd af því hvernig staðan á spítalanum er og spyrja okkur að því hvort spítalinn geti tekið við þessu öllu.“ Þrjátíu og sjö starfsmenn Landspítala voru í einangrun vegna veirunnar í gær og 121 í sóttkví. Þórólfur segir þessa stöðu á spítalanum vissulega áhyggjuefni. Hana gæti þurft að hafa til hliðsjónar þegar tekin verður ákvörðun um aðgerðir vegna veirunnar. „Það eru mjög mörg atriði sem koma inn í það hvernig spítalinn er í stakk búinn til að taka á fjölda sjúklinga sem þurfa innlagnar við. Hvort það er verra eða betra núna en var í vetur þori ég ekki að segja en við höfum verið að biðja spítalann um upplýsingar, hvernig staðan er þar. Og það gæti líka ráðið því hvort þurfi að fara í harðari aðgerðir ef okkur sýnist að svigrúm spítalans sé mjög mikið minna núna en það var í vetur. Þá þurfum við að hugsa það mjög alvarlega hvort þurfi að grípa til harðari aðgerða til að kveða þetta hraðar niður,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir 33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
33 greindust innanlands og átta nú á sjúkrahúsi 33 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Nítján þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 30. september 2020 11:10
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03
70 börn og 26 starfsmenn í sóttkví vegna smits á leikskóla Leikskólanum Furugrund í Kópavogi hefur verið lokað eftir að starfsmaður þar greindist með Covid-19 29. september 2020 18:08