Kannar grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 12:01 Andrés Ingi Jónsson hefur starfað sem óháður þingmaður frá því í nóvember í fyrra. Hann segist ekki finna sig í neinum flokki og kannar nú grundvöll fyrir nýjum stjórnmálaflokki, með áherslu á umhverfis- og jafnréttismál. Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, og fleiri fyrrverandi félagsmenn flokksins hyggja á nýtt framboð í komandi kosningum. Hann kallar eftir róttækum breytingum í umhverfis- og jafnréttismálum. „Þetta er flókin staða. Ég er utan þingflokka en finn að mig langar að halda áfram í stjórnmálum. Og þá þarf ég bara að taka næsta árið fram að kosningum til að finna því farveg,“ segir Andrés Ingi í samtali við fréttastofu. Andrés starfar sem óháður þingmaður eftir að hafa sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna. Hann segist ekki hafa fundið sig í þeim flokkum sem nú eru til staðar og sé þar af leiðandi að kanna grundvöll fyrir nýju framboði. „Ég hef fundið út undan mér að það er meðbyr með nýjum áherslum í stjórnmálum, hvort sem það komi fram sem nýr flokkur eða bara breytingar á landslaginu sem fyrir er. Ég hef bara reynt að vera með eyrun opin og tala við fólk sem upplifir sig álíka landlaust í stjórnmálum og ég þessa dagana til að sjá hvert straumurinn gæti verið að liggja." Aðspurður hvaða fólk það sé segir hann að það sé meðal annars fólk sem hafi tekið þátt í starfi fyrir Vinstri græn. „Að hluta til er þetta fólk sem hefur lengi staðið nálægt mér í stjórnmálum og kannski verið viðloðandi Vinstri græn á sama tíma og ég en svo er þetta líka yngri hópur sem hefur kannski ekki fundið sig í flokkapólitíkinni og mér hefur þótt það dálítið áhugavert og jafnvel áhyggjuefni fyrir flokkapólitíkina að hafa ekki náð að höfða jafn mikið til yngri kynslóðarinnar.“ Andrés Ingi og Rósa Björk hafa bæði sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Rósa Björk Brynjólfsdóttir sagði sig úr flokknum fyrr í þessum mánuði en Andrés segist ekki hafa rætt við hana um að taka þátt í stofnun nýs flokks. Fréttastofa náði ekki af henni tali til þess að kanna afstöðu hennar gagnvart nýju framboði. „Við höfum náttúrulega alltaf verið á mjög svipuðum stað varðandi málefnaáherslur en Rósa Björk er náttúrulega bara nýhætt í Vinstri grænum þannig að ég hef ekkert verið að toga hana inn í þetta samtal meðan hún var þar." Andrés vill ekki kalla þetta klofningsframboð. „Mér finnst skipta máli að skilgreina nýja hluti í stjórnmálum ekki endilega út frá þeim eldri. Ég held að fólk þurfi bara að vera á eigin forsendum í stjórnmálum,” segir Andrés Ingi. Næstu skref séu að halda áfram að eiga samtöl við fólk um hugsanlegt framboð, en Andrés undirstrikar að enginn flokkur hafi verið stofnaður, enda þurfi fleiri en einn til þess að það geti orðið að veruleika.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira