Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2020 10:03 Hjúkrunarheimilið Eir. Vísir/Vilhelm Fjórir íbúar og tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða á hjúkrunarheimilinu vegna smitanna. Starfsmaður á Eir greindist með veiruna í síðustu viku og voru íbúar og starfsmenn á 2. hæð suður í A-húsi þá sendir í skimun. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar – og gæðamála hjá Eir, greindi fyrst frá stöðu mála í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hún segir í samtali við Vísi að öll deildin sé nú í sóttkví. Allir íbúar sem greinst hafa með veiruna dvelja jafnframt í einangrun á sérstakri Covid-deild sem sett var upp vegna smitanna. Enginn þeirra hefur fundið fyrir miklum einkennum enn sem komið er, að sögn Þórdísar. Hún segir að allir hlutaðeigandi hafi tekist á við stöðuna af mikilli yfirvegun. „Ég held að íbúar, aðstandendur og allir starfsmenn hafi áttað sig á því í nokkrar vikur að þetta væri tímaspursmál, veiran er alls staðar í samfélaginu, einkennalaus og lævís hjá mörgum. Fólk var búið að undirbúa sig andlega án þess að það væri talað um það,“ segir Þórdís. „Allir eru tiltölulega einkennalitlir. Enginn er með einkenni í sóttkví og það fyllir fólk ákveðnu öryggi en auðvitað er fólk hrætt. Þetta er erfitt, að vera í einangrun og að geta ekki fengið fólk í heimsókn.“ Hjúkrunarheimilinu var lokað fyrir heimsóknum fyrir helgi vegna stöðunnar sem þá var komin upp. Þórdís segir að stefnan sé að reyna að opna aftur eins fljótt og hægt er, vonandi næsta mánudag. Íbúar losna úr sóttkví eftir skimun þann dag, að því gefnu að þeir reynist allir neikvæðir fyrir veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11 Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10 Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn hjúkrunarheimilisins Eirar í Grafarvogi hafa nú greinst með kórónuveiruna. Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða á hjúkrunarheimilinu vegna smitanna. Starfsmaður á Eir greindist með veiruna í síðustu viku og voru íbúar og starfsmenn á 2. hæð suður í A-húsi þá sendir í skimun. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar – og gæðamála hjá Eir, greindi fyrst frá stöðu mála í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun en hún segir í samtali við Vísi að öll deildin sé nú í sóttkví. Allir íbúar sem greinst hafa með veiruna dvelja jafnframt í einangrun á sérstakri Covid-deild sem sett var upp vegna smitanna. Enginn þeirra hefur fundið fyrir miklum einkennum enn sem komið er, að sögn Þórdísar. Hún segir að allir hlutaðeigandi hafi tekist á við stöðuna af mikilli yfirvegun. „Ég held að íbúar, aðstandendur og allir starfsmenn hafi áttað sig á því í nokkrar vikur að þetta væri tímaspursmál, veiran er alls staðar í samfélaginu, einkennalaus og lævís hjá mörgum. Fólk var búið að undirbúa sig andlega án þess að það væri talað um það,“ segir Þórdís. „Allir eru tiltölulega einkennalitlir. Enginn er með einkenni í sóttkví og það fyllir fólk ákveðnu öryggi en auðvitað er fólk hrætt. Þetta er erfitt, að vera í einangrun og að geta ekki fengið fólk í heimsókn.“ Hjúkrunarheimilinu var lokað fyrir heimsóknum fyrir helgi vegna stöðunnar sem þá var komin upp. Þórdís segir að stefnan sé að reyna að opna aftur eins fljótt og hægt er, vonandi næsta mánudag. Íbúar losna úr sóttkví eftir skimun þann dag, að því gefnu að þeir reynist allir neikvæðir fyrir veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Reykjavík Tengdar fréttir Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11 Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10 Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Eir lokað eftir að tveir íbúar greindust til viðbótar Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir greindust í gærkvöldi með kórónuveiruna. 28. september 2020 16:11
Íbúi á Eir með kórónuveiruna Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir hefur greinst með kórónuveiruna. 25. september 2020 15:10
Ellefu í sóttkví eftir smit starfsmanns Eirar Ellefu eru í sóttkví eftir að starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Eir greindist með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24. september 2020 12:26
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent