Hlaupa til styrktar vini sem slasaðist alvarlega í vinnuslysi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 22:18 Mynd frá einu af hlópi hópsins. Mynd/Aðsend Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621 Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Sjá meira
Hlaupahópurinn Riddarar Rósu á Ísafirði stendur fyrir hlaupi til styrktar Pétri Oddssyni og eiginkonu hans, Sigurlín Guðbjörgu Pétursdóttur. Pétri hefur verið haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann lenti í alvarlegu vinnuslysi í tengivirki í Breiðadal þann 17. september síðastliðinn. Hlaupið fer fram 6. október næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, stjórnarmeðlimur hlaupahópsins, að hópurinn hafi staðið að árlegu styrktarhlaupi undanfarin síðan árið 2012. „Við höfum þá bara styrkt einhverja sem þurfa á því að halda í samfélaginu. Það eru náttúrulega bara ýmis málefni sem eru þess verð að leggja lið í stóru samfélagi. Nú í ár ætlum við að styrkja vini okkar, Sillu og Pétur. Það var líka bara ákall frá samfélaginu um að þau myndu njóta góðs af hlaupinu okkar í ár,“ segir Hólmfríður og bætir við að ekkert annað hafi komið til greina. Lá vel við að hlaupa núna Styrktarhlaup hópsins hafa alla jafna verið hlaupin á vorin, en sökum kórónuveirufaraldursins var hlaupinu í ár frestað. Hólmfríður segir að í kjölfar slyssins hafi legið vel við að hlaupa af stað og styrkja hann og Sigurlín. Hlaupið hefur hingað til verið boðhlaup, þar sem hvert lið hefur hlaupið samtals hálfmaraþon. Nú verður hins vegar breytt um fyrirkomulag, til þess að hægt sé að fylgja sóttvarnatilmælum. Fulltrúar hlaupahópsins munu taka sér stöðu við rásmarkið og fólki verður frjálst að mæta hvenær sem er yfir daginn og hlaupa. Það kostar 2.000 krónur að taka þátt í hlaupinu, en frjáls framlög verða vel þegin. „Þetta er ekki eiginleg skráning. Fólk getur bara lagt okkur lið og þetta verður ekki eins formlegt og undanfarin ár.“ Hólmfríður Vala er einn af stjórnarmeðlimum Riddara Rósu.Mynd/Lífskraftur Fjárframlög fara iðulega fram úr vonum hópsins Hólmfríður segir að hópurinn hafi ekki sett sér neitt markmið er varðar fjárhæð söfnunarinnar. Reynsla fyrri ára sýni hins vegar fram á örlæti fólks og framlög hafi farið fram úr björtustu vonum hópsins. „Við settum þetta í loftið í morgun og strax fyrsta klukkutímann var komið inn á styrktarreikninginn meira en við þorðum að vona í upphafi. Fólk vildi bara strax leggja málefninu lið,“ segir Hólmfríður. Hún segir að verið sé að safna í almennan fjárstuðning fyrir hjónin. Neðst í þessari frétt er að finna upplýsingar um styrktarreikning hópsins. „Þetta er náttúrulega vinnutap og löng ferðalög sem liggja fyrir. Það er bara vitað að þetta verður mikill kostnaður, út af vinnutapi, læknisheimsóknum og öðru slíku. Þá er gott að þurfa ekki að hafa fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað.“ Eins og sést taka ýmsir aldurshópar þátt í hlaupum á vegum hópsins.Mynd/Aðsend Ekki bara Ísfirðingar sem ætla að hlaupa Þá segist Hólmfríður vona að Ísfirðingar og aðrir sjái sér fært að leggja málefninu lið. Hún greinir þá frá því að annar hópur, staðsettur á höfuðborgarsvæðinu, ætli einnig að hlaupa til styrktar Pétri og Sillu þann 6. október, sama dag og hlaupið verður á Ísafirði. „Svo heyrir maður bara af fleirum sem eru í sóttkví eða annars staðar sem ætla bara að taka sitt hlaup, þar sem þau geta.“ Reikningsupplýsingar styrktarreiknings hlaupahópsins Riddara Rósu eru hér að neðan. Kennitala: 500605-1700Reikningsnúmer: 0556-14-602621
Ísafjarðarbær Hlaup Vinnuslys Mest lesið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Sjá meira