Segir frumvarp ráðherra um nýsköpunarmál vanhugsað Heimir Már Pétursson skrifar 29. september 2020 12:06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður um áramótin. Vísir/ Vilhelm Talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir möguleika íslenskra frumkvöðla til styrkja frá Evrópusambandinu verða minni ef frumvarp nýsköpunarráðherra um málaflokkinn nái fram að ganga. Tillögur ráðherra séu vanhugsaðar. Frumvarp nýsköpunarráðherra um endurskipulagningu á aðkomu stjórnvalda að nýsköpunarverkefnum er opið fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti í upphafi árs að hún hyggðist leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og skipa nýsköpunarmálum með öðrum hætti. Frumvarp þar að lútandi er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í stað Nýsköpunarmiðstöðvar verði stofnaðir svo kallaðir nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Kjartan Due Nielsen talsmaður um sjötíu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar segir gott að frumvarp ráðherra sé loksins komið fram og hægt að átta sig á áformum ráðherra. Frumvarpið sé hins vegar slæmt fyrir nýsköpun í landinu. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur frumvarp ráðherra draga úr möguleikum nýsköpunarverkefna á Íslandi til að fá háa styrki frá Evrópusambandinu.Stöð 2/Friðrik Þór „Það á til dæmis að leggja niður þjónustu gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref. Einnig þjónustu gagnvart atvinnulausum en við höfum verið að sinna nýsköpunarþjónustu gagnvart þeim. Á þessum tímum er þetta mjög einkennilegt,” segir Kjartan Due. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að áfram verði haft samstarf við Vinnumálastofnun um aðstoð við einstaklinga í atvinnuleit. Kjartan Due segir að samkvæmt frumvarpinu verði stofnað einkahlutafélag utan um nýsköpunargarðana sem muni draga úr möguleikum á háuum styrkjum frá Evrópusambandinu. Ekki þurfi að koma til mótframlag frá verkefnum þegar þau komi frá opinberri stofnun eins og Nýsköpunarmiðstöð en öðru máli gegni með einkahlutafélög. „Með þessari breytingu þyrftu allir aðilar að vera með mótframlag. Það gengur ekki upp sem rekstrarform í svona verkefnum. Við erum að tala um einn og hálfan milljarð króna á ári sem hafa verið að koma aukalega á ári í þjóðarbúið. Þannig að þetta er illa vanhugsað þessi aðgerð,” segir Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir hins vegar að nýsköpunargarðarnir eigi ekki hvað síst að hlúa að evrópurannsóknum. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að sækja áfram um styrki enda verði nýsköpunargarðarnir óhagnaðardrifnir og alfarið í eigu ríkisins. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59 Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00 Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir möguleika íslenskra frumkvöðla til styrkja frá Evrópusambandinu verða minni ef frumvarp nýsköpunarráðherra um málaflokkinn nái fram að ganga. Tillögur ráðherra séu vanhugsaðar. Frumvarp nýsköpunarráðherra um endurskipulagningu á aðkomu stjórnvalda að nýsköpunarverkefnum er opið fyrir umsagnir í samráðsgátt stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti í upphafi árs að hún hyggðist leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður og skipa nýsköpunarmálum með öðrum hætti. Frumvarp þar að lútandi er komið í samráðsgátt stjórnvalda. Þar er gert ráð fyrir að í stað Nýsköpunarmiðstöðvar verði stofnaðir svo kallaðir nýsköpunargarðar með áherslu á stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á sviði hátækni, framlög til nýsköpunar á landsbyggðinni verða aukin og nýr sjóður settur á fót fyrir rannsóknir í byggingariðnaði. Kjartan Due Nielsen talsmaður um sjötíu starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar segir gott að frumvarp ráðherra sé loksins komið fram og hægt að átta sig á áformum ráðherra. Frumvarpið sé hins vegar slæmt fyrir nýsköpun í landinu. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands telur frumvarp ráðherra draga úr möguleikum nýsköpunarverkefna á Íslandi til að fá háa styrki frá Evrópusambandinu.Stöð 2/Friðrik Þór „Það á til dæmis að leggja niður þjónustu gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum sem eru að taka sín fyrstu skref. Einnig þjónustu gagnvart atvinnulausum en við höfum verið að sinna nýsköpunarþjónustu gagnvart þeim. Á þessum tímum er þetta mjög einkennilegt,” segir Kjartan Due. Í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu segir að áfram verði haft samstarf við Vinnumálastofnun um aðstoð við einstaklinga í atvinnuleit. Kjartan Due segir að samkvæmt frumvarpinu verði stofnað einkahlutafélag utan um nýsköpunargarðana sem muni draga úr möguleikum á háuum styrkjum frá Evrópusambandinu. Ekki þurfi að koma til mótframlag frá verkefnum þegar þau komi frá opinberri stofnun eins og Nýsköpunarmiðstöð en öðru máli gegni með einkahlutafélög. „Með þessari breytingu þyrftu allir aðilar að vera með mótframlag. Það gengur ekki upp sem rekstrarform í svona verkefnum. Við erum að tala um einn og hálfan milljarð króna á ári sem hafa verið að koma aukalega á ári í þjóðarbúið. Þannig að þetta er illa vanhugsað þessi aðgerð,” segir Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir hins vegar að nýsköpunargarðarnir eigi ekki hvað síst að hlúa að evrópurannsóknum. Það sé mat ráðuneytisins að ekkert eigi að vera því til fyrirstöðu að sækja áfram um styrki enda verði nýsköpunargarðarnir óhagnaðardrifnir og alfarið í eigu ríkisins.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59 Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00 Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar út undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Nú þegar fjórir mánuðir eru þar til stefnt er að því að Nýsköpunarmiðstöð Íslands verði lögð niður eru starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru hjá stofnuninni. 8. september 2020 18:59
Stofnun nýsköpunarseturs muni skapa atvinnutækifæri á Akranesi Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknar- og nýsköpunarseturs á Akranesi var undirrituð í dag. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra segir verkefnið að vissu leyti taka við af Nýsköpunarmiðstöð Íslands. 2. júlí 2020 21:00
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15