Sara fær góða HM-kveðju á stórafmælinu Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjamet Íslands í leiknum við Svíþjóð á dögunum. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fagnar þrítugsafmæli í dag og af því tilefni fær hún góða kveðju á Twitter-síðu heimsmeistaramóts FIFA. Með kveðjunni fylgir myndskeið af Söru í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sumar þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði 3-1 sigur liðsins á Wolfsburg, sínu gamla liði. This #UWCL final goal hero and prolific trophy-collector turns 30 today Join us in wishing @sarabjork18 a happy birthday #HBD | @OLfeminin | @footballiceland pic.twitter.com/ILeHPmmcwf— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) September 29, 2020 Í kveðjunni er Söru lýst sem hetju úr úrslitaleiknum og hún sögð afkastamikill titlasafnari. Það eru orð að sönnu. Frá því að Sara fór í atvinnumennsku 2011 hefur hún fjórum sinnum orðið sænskur meistari og unnið sænska bikarinn einu sinni, unnið deild og bikar í Þýskalandi fjögur ár í röð, og svo franska bikarinn og Meistaradeild Evrópu í sumar, auk minni titla. Innilega til hamingju með stórafmælið captain @sarabjork18 pic.twitter.com/nnAkHbPtW4— Jón Þór Hauksson (@jonthor78) September 29, 2020 Sara, sem var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018, náði sömuleiðis frábærum árangri sem landsliðskona fyrir 30 ára afmælisdaginn. Hún jafnaði fyrr í þessum mánuði landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur með því að spila sinn 133. A-landsleik, og getur slegið metið í Gautaborg í næsta mánuði. Sara hefur þrisvar sinnum farið með Íslandi í lokakeppni EM og verið í byrjunarliðinu í öllum tíu leikjunum sem Ísland hefur spilað á stórmóti til þessa. Fótbolti Tímamót Tengdar fréttir Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fagnar þrítugsafmæli í dag og af því tilefni fær hún góða kveðju á Twitter-síðu heimsmeistaramóts FIFA. Með kveðjunni fylgir myndskeið af Söru í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sumar þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði 3-1 sigur liðsins á Wolfsburg, sínu gamla liði. This #UWCL final goal hero and prolific trophy-collector turns 30 today Join us in wishing @sarabjork18 a happy birthday #HBD | @OLfeminin | @footballiceland pic.twitter.com/ILeHPmmcwf— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) September 29, 2020 Í kveðjunni er Söru lýst sem hetju úr úrslitaleiknum og hún sögð afkastamikill titlasafnari. Það eru orð að sönnu. Frá því að Sara fór í atvinnumennsku 2011 hefur hún fjórum sinnum orðið sænskur meistari og unnið sænska bikarinn einu sinni, unnið deild og bikar í Þýskalandi fjögur ár í röð, og svo franska bikarinn og Meistaradeild Evrópu í sumar, auk minni titla. Innilega til hamingju með stórafmælið captain @sarabjork18 pic.twitter.com/nnAkHbPtW4— Jón Þór Hauksson (@jonthor78) September 29, 2020 Sara, sem var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018, náði sömuleiðis frábærum árangri sem landsliðskona fyrir 30 ára afmælisdaginn. Hún jafnaði fyrr í þessum mánuði landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur með því að spila sinn 133. A-landsleik, og getur slegið metið í Gautaborg í næsta mánuði. Sara hefur þrisvar sinnum farið með Íslandi í lokakeppni EM og verið í byrjunarliðinu í öllum tíu leikjunum sem Ísland hefur spilað á stórmóti til þessa.
Fótbolti Tímamót Tengdar fréttir Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Matraðarendurkoma Deli Alli entist bara í níu mínútur „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Sjá meira
Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16